Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 40
198
HELGAFELL
reitum eða í hjöllum ? Og eftirá að
hyggja : Veiddist engin ýsa ?
Ekki verður séð á frásögn höfund-
arins af vermötu útróðrarmanna ofan-
til á bls. 51, að hún hafi verið önnur
en sauðarkrof, hangikjötsskammrif og
smjör. En þó segir neðantil á sömu
síðu: „Sjálfir . . . suðu (þeir) sér
mat á hlóðum úti, þá tími gafst til,
annars urðu þeir að lifa á þurrmeti
því, sem þeir höfðu með sér að heim-
an“. Hvert er þetta þurrmeti ? Er það
hangikjötið og smjörið ? Eða höfðu
þeir eitthvað fleira matarkyns með
sér heiman að en hangikjöt og smjör ?
Hér er ónákvæmnin á því stigi, að hún
getur varla talizt skemmtilestur.
Hann segir, að vermenn hafi borið
úthald sitt með sér í verið, en lætur
ósagt, í hverskonar ílátum þeir báru
það.
Þetta eru aðeins örfá sýnishorn af
mýmörgum svipuðum sköllum í frá-
sögnum höfundarins.
Suma ritendur vantar auga fyrir ná-
kvæmni í frásögn. Aðrir virðast ótt-
ast hana, sýnast halda, að nákvæmni
geri frásögn langdregna, einsog það
er kallað, þurra og leiðinlega. Þetta
getur verið rétt, ef ritandanum lætur
lítt að segja frá. En í höndum höf-
unda, sem kunna að beita nákvæmn-
inni — og ég hygg, að Þorleifur
Bjarnason sé þegar orðinn eða gæti
orðið einn af þeim — gefur hún allri
frásögn að réttu lagi meiri þunga,
jafnvel fyllra líf og með óyggjandi
vissu sterkari tiltrú.
En þaraðauki stendur sérstaklega
á í þessu efni um héraðslýsingar. Til-
gangur þeirra hlýtur að vera sá, að
leiða það sem skýrast í ljós, sem er
sérkennilegt fyrir héruðin. En það er
aðeins unt með því að taka nákvæmn-
ina í þjónustu lýsingarinnar, því að í
hinum stærri atriðum er eins á kom-
ið í öllum plássum með sömu atvinnu-
hætti, svo að saga eins væri saga
þeirra allra.
En það skal tekið fram, að óná-
kvæmnin í Hornstrendingabók er
engu meiri en í öðrum héraðasögum,
sem ég hef lesið. Þessar athugasemd-
ir, þótt fátæklegar séu, ættu kannski að
geta orðið bending þeim, sem halda
áfram slíkum lýsingum eða stofna til
nýrra af sama tagi.
í Rauðu hættunni sagði ég frá því
á einum stað, hvað Rauða torgið, sem
er mjög sögulegur staður í Moskva,
væri marga faðma á lengd og breidd.
Sumir lesendur bókarinnar hlógu að
þessari mælingalist höfundarins. Síð-
an hef ég lesið frásögn tveggja merkra
höfunda af komu þeirra í Kreml.
Annar var enskur, hinn amerískur.
Báðir gizka þeir á í bókum sínum,
hvað aðalsalurinn, sem þeir komu í,
hafi verið marga metra á lengd og
breidd, ég man ekki, hvort þeir gerðu
áætlun um hæðinna.
Ég veit ekki, hvort enskir og ame-
rískir lesendur hafa hlegið að þessum
höfundum. — En hitt stendur skýrt
fyrir mannþekkingu minni, að hugs-
unarhátturinn, sem hló að þessari ná-
kvæmni í Rauðu hættunni, er sá hinn
sami, sem er orsök í allri þeirri frum-
stæðu ónákvæmni, léttúð og subbu-
skap í vinnubrögðum, sem skipar
okkur yzt á bekk meðal allra svokall-
aðra menningarþjóða.
III. UPPSKAFNING.
Höfundur Hornstrendingabókar er
maður söguglaður, hefur að upplagi
góða frásagnargáfu og er gæddur