Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 109
GUNNLAUGUR Ó. SCHEVING:
Edvard Munch
MESTI MÁLARI NORÐURLANDA
Mesti málari Norðurlanda og um leið einn merkasti listamaSur síSustu
kynslóSa, NorSmaSurinn Edtíard Munch, er nýlega látinn.
Þær þjóSir, sem byggja NorSurlönd, eru hvorki fjölmennar né voldugar
í samanburSi viS stórþjóSirnar, en þær hafa samt átt sér ótvíræSa menningu,
og sú menning hefur aS mörgu leyti boriS svip fólksins, er skapaSi hana.
Skyldurækni, festa og agi, húmanismi hins sannmenntaSa borgara, hafa
veriS lífæS hennar. Til eru þeir, sem hafa veriS þeirrar skoSunar, aS heimur
slíkrar menningar gæti ekki veriS heimur góSrar listar. Oft hefur veriS talaS
um borgaralega list, smáborgaralegan hugsunarhátt listamanna o. s. frv.
En jafnvel þótt svo væri, aS engin list önnur en þessi hefSi þróazt á NorSur-
löndum, mundi hún, þrátt fyrir takmarkanir sínar, skipa virSulegan sess í
listmenningu Evrópu. ESli þessarar listar er aS vera þaS, sem hún sýnist,
og þó aS vissu leyti meira, því aS hún vinnur á viS nánari kynni. Og þegar
litiS er yfir þaS samsafn af hundleiSinlegu dóti, sem myndgerSarmúgur stór-
þjóSanna framleiSir, er vandalaust aS sjá þaS og viSurkenna, aS hin borgara-
lega list NorSurlanda stendur aS listrænu og menningarlegu gildi svo langt
ofar allri hraSpressulist stórþjóSanna, aS samanburSur kemur þar raunveru-
lega ekki til greina.
En borgaraleg menning hefur ekki heft norrænan anda eSa sett honum
takmörk. Myndlist Edvards Munch og Willumsens, skáldskapur Strindbergs,
Ibsens og fleiri slíkra afburSamanna færir mönnum enn á ný heim sanninn
um þaS.aS hámenning í listum getur blómgazt og hefur fyrr og síSar blómg-
azt meSal hinna minnstu þjóSa. En þessir menn létu aldrei skipa sér fyrir
verkum. Þeir unnu eins og þeim var sjálfum eiginlegt, sögSu þaS, sem þeim
sýndist, hneyksluSu heiSvirSa borgara, ef svo bar undir, létu sér þaS í léttu
íúmi liggja, sem um þá var sagt, og hirtu ekki vitund um viSurkenningar né
,,medalíur“.
Á nítjándu öld, og þaS sem af er hinni tuttugustu, hafa Frakkar haft for-
ustu í myndlist Evrópu. Þeir biSu aS vísu mikinn ósigur á vígvöllunum 1871,
en list þeirra sigraSi alls staSar um sömu mundir, og nýjar stefnur, ný sjón-