Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 208
366
HELGAFELL
sögu er skotið inn í Ólafs sögu Tryggvasonar,
af því að Hallfreður var hirðskáld hans, og
þannig mætti lengi telja. Flateyjarbók er því
safnrit; það mætti kalla hana nokkurs konar
bókasafn frá 14. öld.
Flateyjarbók var prentuð í Kristíaníu (Osló) á
árunum 1860—68, og sáu þeir Guðbrandur Vig-
fússon og C. R. Unger um hana. Sú útgáfa
var þrjú stór bindi og er að mestu stafrétt eftir
handritinu. Síðan var handritið gefið út ljós-
prentað árið 1930, og er það I. bindi í hand-
ritaútgáfu Ejnar Munksgaards, sem kunn er
orðin.
Það hefði þótt fyrirsögn fyrir nokkrum árum,
ef einhver hefði í alvöru látið sér detta í hug
að ráðast í heildarútgáfu af Flateyjarbók hér á
landi. En tímarnir hafa breytzt með örum
hraða hin síðustu ár, og nú finnst flestum ekki
nema sjálfsagt, að Flateyjarbók skyldi verða
meðal þeirra fornrita, sem nú prýða sýningar-
glugga bókaverzlananna, enda er hún frægt rit
og furðu eigulegt, en hefur lengi verið torfeng-
in. Hin nýja útgáfa, sem verður 4 stór bindi,
verður því vissulega velkominn gestur hjá mörg-
um bókavinum.
Tveir ungir og efnilegir norrænustúdentar,
þeir Vilhjálmur Bjarnar og Finnbogi Guðmunds-
son, vinna að útgáfunni, og hafa þeir notið ráða
og aðstoðar Sigurðar prófessors Nordals, og rit-
ar hann formála. Formáli I. bindis er um hálf-
aðra örk að lengd, fróðlegur og vel ritaður.
Um tilhögun útgáfunnar er einkum tvennt,
sem ég hefði kosið á annan veg. Vegna sam-
ræmis og áferðar í bókinni hefði farið betur á
því að prenta vísur og kvæði með sömu staf-
setningu sem meginmálið. Var eins hægt að
sneiða hjá skýringum á þeim fyrir því eða elt-
ast við lagfæringar á þeim. Hitt atriðið er það,
að ég sakna þess, að hin nýja útgáfa skyldi
ekki vera lesin saman við handritið (þ. e.
ljósprentuðu útgáfuna af Flateyjarbók), svo að
leiðrétta mætti villurnar í útgáfu þeirra Guð-
brands Vigfússonar og Ungers. Þær eru að vísu
tiltölulega fáar í svo miklu riti og sjaldn&st
veigamiklar, en þær eru þar þó nokkrar, —
það hafa bæði ég og aðrir rekizt á. Hefði nú
verið ástæða til að grípa tækifærið til þess að
lagfæra þetta og útgáfan unnið við það, þar
sem svo vel vildi til, að jafngildi frumritsins
sjálfs var við höndina.
Um ytri frágang bókarinnar get ég verið fá-
orður. Ég hef heyrt ýmsa telja hann lakari en
þeir hefðu búizt við, og munu hinar miklu aug-
lýsingar um útgáfuna valda þar nokkru um.
Miðað við verð bókarinnar virðist mér frágang-
urinn á þeim eintökum, sem ég hef séð, vel
viðunandi.
Guðni Jónsson.
SKÁLDRIT AF TMSUM GERÐUM
Ljóðmæli Páls Ólafssonar
Páll Ólajsson: LJÓÐMÆLI. Gunnar
Gunnarsson gaf út. Helgafellsútgáfan 1944.
XXIX -f- 371 bls. — Verð í alskinni kr.
120—.
Þegar ljóðmæli Páls Olafssonar voru fyrst
gefin út, á árunum 1899 og 1900, var hann kom-
inn á áttræðisaldur, enda löngu þjóðkunnur orð-
inn af kveðskap sínum. Sægur af lausavísum
höfðu í mannsaldur gengið landfleygar af munni
hans, og mörg kvæði hans, svo sem O, blessuð
Vertu sumarsól og Lóan er l^omin aÓ \veÓa
burt snjóinn, voru hvarvetna sungin, þar sem
menn komu saman, jafnt á hestbaki sem í brúð-
kaupsveizlum. Komdu og skoSaðu \ fystuna
mina er lífseigasti ,,slagari“, sem færður hefur
verið til íslenzks máls, timburmannakvæðin,
Heim er ég kominn og halla undir jlatt og
Eg hej svo margan morgun va\nað, eru í með-
vitund manna fornir húsgangar, og enn fleira
í kveðskap hans var að honum lifandi orðið
höfundarlaus ljóðlist og sameign allrar þjóðar-
innar. Hvert mannsbarn á landinu kann t. d.
vísuna Eg hej selt hann yngri Rauð, þessa ó-
brotnu túlkun á umkomuleysi íslenzks þung-
lyndis, hliðstæða við Yjir haldan eyÓisand og
Enginn grætur Islending, en fæstir gera sér
þess lengur grein, að hún eigi sér yfirleitt
nokkurn sérstakan höfund. Svo samgróin þjóð-
inni verður sú list ein, sem á uppruna sinn
við hjartarætur hennar sjálfrar, í örlögum henn-
ar og sársauka.
Ljóðmæli Páls Ólafssonar hafa að vonum ver-
ið ófáanleg um langt skeið, og því munu marg-
ir fagna þeesari nýju og veglegu útgáfu. Gunn-