Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 90
248
HELGAFELL
í rauninni handhægt, en harla ófull-
komið hjálpargagn. Það hæfir að vísu
vel fábrotnu lífi, en þarf að fullkomn-
ast að nákvæmni og langdrægi til
þess að hinni nýju þekkingu verði
beitt með fullum árangri við flókin
viðfangsefni. Ættarmótið með nútíma-
list og nútímavísindum markast sér-
staklega af því, sem þar virðist fjar-
stætt og mótsagnakennt. Nýtízkumál-
arar og skáld hafa stórauðgað oss að
reynslu um hugmyndaheim vorn og
skynsvið, einmitt með því að víkja af
troðnum slóðum. Það er engin tilvilj-
un, hversu margt nútímalistamenn
sækja til vísindanna, bæði að því er
form og hugmyndir varðar.
Þá er það annað afdrifaríkt spor
fram á við, að nútímavísindin skuli
nú standa andspænis háttum skipu-
lagsbundinna kerfa, sem þó eru ekki
ávallt lífi gædd. Af þessu leiðir, að vís-
indin hafa ekki komizt hjá því að við-
urkenna, að tilvist skipulags ein sam-
an íeli í sér ákveðna eiginleika heild-
ar, þótt ekki liggi þeir í augum uppi,
þegar litið er á hvern einstakan hluta
sömu heildar. Það, er kemur fram sem
tilviljun á einu stigi, getur birzt á öðru
sem hagfræðilegt lögmál. Vísinda-
starfsemi Newtons mátti heita ein-
skorðuð við rannsókn einangraðra,
sjálfstæðra fyrirbrigða. Nú beinast vís-
indarannsóknir í æ ríkari mæli að eig-
inleikum félagsheilda og samvirkum
fyrirbærum. Menn kynna sér nú og
meta miklu betur en fyrr kenningar
Marx og Engels, þar sem þessi þróun
var boðuð fyrir hundrað árum. Nú
sést ennfremur, að miklu nánari tengsl
eru á milli einstakra vísindagreina en
fyrrum var ætlað, og allt miðar að enn
nánari tengslum milli þeirra. Þetta hef-
ur í för með sér ný vandamál, um
skipulagningu innan vísindanna sjálfra
og nauðsyn á auknu sambandi milli
vísindagreinanna. Einangrun sérfræð-
inganna er senn úr sögunni. Þess gæt-
ir æ meir í vísindum vorum, að við-
fangsefnin séu krufin til mergjar með
samvirku átaki margra, í stað þess að
einstaklingar glími við að leysa þau,
í samkeppni sín á milli.
Auk þessa kemur það hér til greina,
að vísindin verða stöðugt æ háðari
verksviðum, sem liggja utan við þau
sjálf. Vöxtur vísindalegra afreka hef-
ur haft í för með sér, að vísindin eru
ekki lengur ígripavinna örfárra manna,
heldur fullt starf mörg hundruð þús-
und rannsóknarmanna, í öllum lönd-
um heims, að heita má. Vísindin eru
orðin að eins konar iðnaðargrein, sem
að vísu er ekki mikil fyrirferðar, en
undirstaða alls annars iðnaðar engu að
síður. Þaðan renna líka flestar fjárhags-
stoðir undir vísindarannsóknir á vor-
um tímum, beint eða óbeint, enda er
þegar svo komið, að miklu fleiri vís-
indamenn starfa á vegum iðnaðarins
en við háskóla eða óháðar stofnanir.
Framfarir í vísindum væru alveg ó-
hugsandi án framfara í iðnaði. Hinar
miklu vísindauppgötvanir þessarar ald-
ar höfðu skilyrði til að heppnast, vegna
þess að iðnaðurinn hafði áður tekið
uppgötvanir 19. aldarinnar í þjónustu
sína. Efnafræði og eðlisfræði að nú-
tímahætti væru blátt áfram ekki til,
ef þær vísindagreinar nytu ekki vél-
rænnar tækni né ættu greiðan aðgang
að tækjum efna- og rafmagnsiðnaðar-
ins.
Vegna hinna nánu tengsla nútíma-
vísinda við iðnaðinn, hljóta straumar
og stefnur í stjórnmálum og fjármálum
að orka á þau, jafnvel þótt engar aðr-
ar orsakir kæmu til. Vöxtur einokun-
arhringa hefur gert fært að koma upp
rannsóknarstofnunum, vel búnum að
vísindatækjum, en sú samdráttar-
stefna, er fylgdi í kjölfar kreppunnar
upp úr 1930, bitnaði einnig tilfinnan-
lega á allri vísindastarfsemi og varð
til þess að vekja alvarlegar spurnir og
efasemdir á þeim vettvangi. Sú gamla