Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 189
BÓKMENNTIR
347
vegar ekki sagt með neinum rétti um
Rauðar stjörnur eftir Jónas Jónsson og
Gróður og sandfok. eftir Hagalín. Mér
er ekki ljóst, hvar í flokk ætti að skipa
þessum tveimur bókum, því að engum
heilvita manni myndi koma til hugar
að nefna þær belles lettres, eins og höf-
undarnir ætlast til. Eg get ekki að því
gert, að þær skuli báðar minna mig á
ósmekklegar, ólistrænar og áhrifalaus-
ar fæligrýlur, smíðaðar af miður virðu-
legum hvötum. Það kom engum á ó-
vart, að forkólfur hins herskáasta aft-
urhalds í landinu kysi að leitasérstund-
arfróunar við þess konar smíði, en hitt
gegnir furðu, að þekktur rithöfundur,
bókavörður og bæjarstjórnarmeðlim-
ur vestur á Isafirði skuli leggjast svo
lágt að veita honum liðveizlu í bar-
áttunni gegn andlegu frelsi og menn-
ingu. Sannýall eftir dr. Helga Péturss
og Ösýnileg áhrifaöfl eftir Cannon
fengu ekki heldur samrýnzt hugmynd-
um mínum um nytsamt lestrarefni, og
þaðan af síður Vinsœldir og áhrif og
Þeir gerðu garðinn frœgan eftir Dale
Carnegie. Ennfremur er Book.er T.
Washington ágætt dæmi þess, hvernig
bækur um ævi og starf mikilla manna
eiga ekki að vera, en ViSfjarðarundr-
in skera sig ekki á neinn hátt úr
hundruðum íslenzkra draugasagna, að
frádregnum hinum skemmtilega inn-
gangskafla, enda mun uppsprettulind
slíkra fræða hartnær þorrin, sem bet-
ur fer.
Eg sé svo ekki ástæðu til að hafa
framtalið öllu lengra ogleyfi mérað láta
algerlega afskiptalausan þann kaleik,
sem ákveðin tegund innlendra skáld-
mennta fyllir. Sömuleiðis hirði ég ekki
um að nafngreina hreinræktaða þýdda
reyfara, en þeir eru talsvert á þriðja
tug og undantekningarlítið á voveif-
legu hrognamáli. Það verður sem sé
að teljast mikill kostur, að titlar þeirra
skuli yfirleitt segja til um innihaldið
og vörugæðin, en því fer fjarri, að
ýmsar aðrar bækur á skránni, sem búa
yfir miklum ráðgátum, geti státað af
svipaðri hreinskilni.
Að síðustu vil ég endurtaka, að ná-
kvæm athugun á þessum 150 ritum
ársins 1943 varð mér, eins og vafalaust
mörgum, sem þátt tóku í kjörinu, frem-
ur til angurs en gleði. En vonandi geta
bæði lesendur og útgefendur dregið
nokkra lærdóma af úrslitum skoðana-
könnunar þessarar og ef til vill reynt
að styðjast við þá f framtíðinni.
Ölaf ur Jóh. SigurÖsson.