Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 49
EINUM KENNT
ÖÐRUM BENT
207
andi, upptugga á orðum og föstum
orðatiltækjum, sem hugsunarlaus
vananotkun hefur gert að dauðum
limum á líkama tungunnar, sbr. t. d.
,,samhent“, ,,gerSi garðinn frægan“,
,,fastur fyrir“, ,,veganesti“, ,,lífs-
förunautur'* og déskotans „trúnaðar-
störfin“, sem allt kemur yfir mann
eins og utanað lærð þula úr páfagauki
í hverri einustu dánarminningu, sem
ekki er orðfærð uppá nýlýriska móS-
inn.
ÞaS skal þó tekið fram, að lágkúr-
unni má stundum beita sem listbragði,
t. d. í því skyni að lýsa sérstöku
sálarástandi eða menningarstigi, sbr.
þessar setningar, sem höfundurinn
tönnlast á við sjálfan sig í Vatnadeg-
inum mikla, þegar ofurefli SkeiSarár
hefur gert hann að vanmáttugu barni:
Er nú SkeiSará búin ?
SkeiSará búin ? MaSur veit aldrei
hvenær SkeiSará er búin. ÞaS var ekki
stanzað. ÞaS var einsog ennþá væri
eitthvað eftir. ÞaS er alltaf siður að
stanza, þegar allt er búið. ÞaS er víst
ekki ennþá allt búið.1
Sbr. ennfremur eftirfarandi lág-
kúru, sem á að vera lítið eitt í stíl við
kofana á Seltjarnarnesi og lýsing á
áhrifum þeirra á höfundinn :
Kofarnir ramba þar einn og einn,
ós\öp leibist mér þá aS sjá.
Lágkúrurnar, sem einkum hafa
skotið höfundi Hornstrendingabókar
I. En hér haía höfundinum orðið á tvær
smáskyssur. ÞriSja og fjórSa málsgreinin detta
utur eintalsforminu meS því aS láta sögnina
yera standa í þátíS. Þetta skal hérmeS leiSrétt
°g málsgreinarnar framvegis lesnar svona: ÞaS
er ekki stanzaS. ÞaS er einsog ennþá sé eitt-
hvaS eftir.
ref fyrir rass, eru endurtekningar
sömu atkvæða, orða og orðatiltækja
með stuttu millibili, en þó kennir þar
fleiri grasa af lágkúruættinni. Þessir
stílgallar eru þar svo tíSir, að þeir lýta
ritháttinn til allmikilla muna. Fáein
dæmi:
. . . og lét undanrennuna renna í
fötuna (bls. 61).
A Þorláksmessu var skatan soÖin,
kæst og angandi. Þá var líka hangi-
ket soðiS (bls. 67). Þessa endurtekn-
ingu mætti fela með því að breyta
um orðaröð í síðari málsgreininni og
segja: Þá var líka soðið hangiket.
Fyglingurinn var gefinn niður á
þræðing eða þéttsetna hrifsingarstalla,
þar kom hann sér eins vel fyrir og
hægt var, áSur en hann hóf sína
kappsfullu veiði, sem oft gaf honum
frumstæða veiðigleði og ákafa (bls.
159) . Sögnin gaf er helzt til slöpp og
of lítiS málandi til að tákna framrás
hinnar frumstæðu hvatar. Þarna kem-
ur því dumbhljóð í setninguna. Auk
þess minnir gaf um of á gefinn í fyrstu
setningunni. Punktur ætti að vera
næst á eftir hrifsingarstalla og þar að
hefjast á stórum staf. En þessi yfirsjón
er ekki lágkúra, heldur ruglandi.
Svo heldur höfundurinn áfram:
Hann egnir snöruna . . . og gætir
þess, að hún skjálfi sem minnst, og
þess að ýta henni með jöfnum hraða
(bls. 160).
. . . enda þess ekki langt að bíða,
að hann sprengi af sér þröng heim-
kynni og komist út í heim'mn (bls.
160) .
. . . aS jullu (bls. 167), og aftur
í næstu línu á eftir: að fullu.
lllt var aS fara svo, aS ekki væri
spyrnt við hálflausum steinum, sem
hrundu, enda ekki hlífst við að ryðja