Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 87
]. D. BERNAL:
ALDAHVÖRF — 2
r'
K
J
NÝ VÍSINDAVIÐHORF
FÁTT ER öfugmælakenndara en sú
staðreynd líðandi stundar, að menn
skuli geta valdiS gjörbreytingum á
heimi sínum í svo skjótri svipan, aS
skilningur þeirra sjálfra hrökkvi ekki
til að gera sér grein fyrir breyting-
unum. Önnur þverstæðan er sú, að þótt
meiri þekkingar hafi verið aflað um
náttúruna og manninn, í stóru og smáu,
síðustu þrjátíu árin en um allar ald-
ir sögunnar þangað til, sætir slík þekk-
ing almennara tómlæti og meiri mis-
beitingu nú en nokkru sinni fyrr. AS
nokkru leyti stafar þetta af því, hversu
flókin og fjölþætt nútímavísindin eru,
en öðrum þræði af hinu, að þau eru
orðin sérstök starfsgrein, eins konar
embættisverk. Hví skyldi almenningur
vera að brjóta heilann um vísindi, úr
því að nokkrum útvöldum eru goldin
laun fyrir að skilja þau ? En gaum-
leysi um vísindin jafngildir því að gef-
ast upp við að fá skilning á þeim
rökum, er liggja til þeirra geigvæn-
legu stórtíðinda, sem nú eru að ger-
ast. Saga vor nokkur síðustu árin virð-
ist þó sýna, svo aS ekki verður um
villzt, að almenningi er ekki aðeins
æskilegt, heldur brýn nauðsyn, að
öðlast skilning á vísindunum, meta
þau að verðleikum og beita þeim á
réttan hátt.
Heimsstyrjöldin er, rétt á litið, að-
eins fossfall í því ólguflóði atburða-
rásarinnar, sem ruðzt hefur fram með
sívaxandi þunga um margra ára skeið.
Gjörvallt mannkynið lifir nú stórkost-
lega mikilvæg aldahvörf. Efnisleg rök
þessara aldahvarfa eru breytingar á
framleiðsluháttum, en þær eru hins
vegar í órofatengslum við vísindin.
Þessi aldahvörf gerast með miklu skjót-
ari hætti en n'okkur önnur frá því að
sögur hófust. Þetta leiðir til þess, aS
þorri þeirra einstaklinga, sem slíkar
gerbreytingar dynja yfir á einum
mannsaldri, veit ekki, hvaðan á sig
stendur veðrið og lætur berast með
straumnum, án þess að botna nokkru
sinni í því, hvað ,,gerir árvöxtinn“. Þá
öldruðu sveit, sem enn telst fara með
völd víðast hvar um heim, skortir
bæði menntun og skilning á viðhorf-
um til þess að gera sér nokkra grein
fyrir þeim reginöflum, er skekia ver-
öld vora til grunna. Slíkir valdhafar
kunna lítil sem engin skil á nútíma-
vísindum né fjármálafræðum og eru
því jafn ómegnugir aS forðast hætt-
urnar og biarga þjóSum sínum úr þeim,
þegar í óefni er komið. Þeir, er valda-
sess skipa í fasistaríkjunum, eru að
vísu iafn fáfróðir um vísindalegar staS-
reyndir, en kunna stórum betur að
meta hagnýtt gildi vísinda og. vita
glögg deili á því, hversu þeim verði
beitt til niðurdreps og tortímingar.
Baráttan, sem nú geisar, er því harm-
sögulegri, sem allt það, er almenningur
berst fyrir, — viðurværi, atvinna, ör-
yggi og frelsi, — er einmitt lífsgæði, sem
vísindin hafa þokað í seilingarfæri við