Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 165
LISTIR
323
lega snortin evrópskum áhrifum, þar
kemur fram, sem víðar, hin ríka hneigð
Bandaríkjamanna til hlutlægrar nátt-
úruskoðunar og raunsæis. — Málverk
eftir George lnnes (er lifÖi til loka 19.
aldar) eru hins vegar með meiri róm-
antískublæ og minna tíÖum á Corot.
Eins og Corot, lét Innes oft heillast af
blæbrigðaleik ljóssins og gerSi margar
tilraunir til að tjá hann af nákvæmni,
túlka hið hvikula eSli birtunnar. Þó má
sjá af myndum eins og Albanovatni,
að raunsæi hans markar honum bás,
hlutvísi hans varnar því, að myndirn-
ar verði einvörÖungu rómantískar sym-
fóníur ljóss og lita.
Sú náttúrukennd, er verk landslags-
málaranna frá þessu skeiði, bæði
franskra og bandarískra, bera með sér,
var undanfari nýrrar öldu, sem reis
um miÖbik aldarinnar.
REALISMINN
VERÐUR OFAN Á
Þótt 19. öldin geti ekki kallazt ,,öld
alþýSunnar”, var hún í ríkari mæli en
nokkurt annað tímabil mörkuð at-
hafnalífi og hugsunarhætti miSstétt-
anna. Hún var öld iðnbyltingarinnar,
öld heimspekilegrar efnishyggju og
hinna mestu framfara í náttúruvísind-
um, er sögur höfðu farið af. Bylting-
arnar á síðustu áratugum 18. aldar
höfðu verið upphaf að hruni hug-
myndakerfis höfðingjavaldsins í öll-
um hinum vestræna heimi. Innan borg-
arastéttarinnar safnaðist nú stórauÖur
á einstakar hendur kaupmanna og
iðjuhölda, og sumir þeirra urSu máttar-
stólpar listrænnar starfsemi. Sjónar-
miS og hugðarefni slíkra manna end-
urspeglast í mörgum málverkum frá
síðari hluta aldarinnar. Þar sem
smekkur þeirra ákvarðaöist af sjónar-
miðum efnishyggjunnar, var þess
vissulega engin von, að hann hændist
að klassískum eða rómantískum efn-
um. Um miðja öldina reis mikil alda
raunhyggju (realisma) og samfara
henni aukinn áhugi gagnvart kjörum
og lífsháttum lágstétta þjóðfélagsins,
verkamanna og bænda. Listamennirn-
ir tóku að mála einstaklinga úr þessum
stéttum eins og þeir komu fyrir og
sýna þá og daglegt líf þeirra í raun-
réttu umhverfi.
Þótt franski málarinn Millet sé al-
mennt álitinn einn af helztu forustu-
mönnum raunsæishreyfingarinnar á
19. öldinni og hann veldi sér að sönnu
nær eingöngu viðfangsefni úr daglegu
lífi alþýðunnar, sér hann þessi verkefni
oft og tíðum gegnum móðugler róm-
antískrar tilfinningasemi. Þannig er
honum tamt að hjúpa líkamlega vinnu
göfgi og virÖuleika í ríkari mæli en
einsætt virðist, að hún hafi ávallt til að
bera.
LeiStogi listamanna í Frakklandi, og
í rauninni allri Evrópu, í baráttu þeirra
fyrir realismanum, var Gustave Cour-
bet. Hann var byltingarmaður í öllum
efnum, bæði í list sinni og lífi. Vegna
eindreginnar andúðar sinnar og upp-
reisnarbaráttu gegn klassísku og róm-
antísku hinna eldri málara og þeirrar
óbilgjörnu sannfæringar, að listamað-
urinn ætti ekki að túlka annaÖ en það,
sem hann sjálfur þekkti af sjón og
reynd, er hann einatt ruddafenginn af
ásettu ráði og jafnvel lágsigldur á
stundum. List hans hefur orðið fyrir
ríkum áhrifum af Goya og jafnframt
hinum miklu raunsæismálurum 17.
aldarinnar, Caravaggio og Velasquez,
Af þeim hefur hann lært að láta sig
litafjölbreytni litlu skipta, en hyllast
til að notfæra sér andstæðurnar svart
og hvítt í því ríkari mæli, og ennfrem-
ur virðist frá þeim kynjuð sú hneigð
hans að láta hin ýmsu blæbrigði veðr-
áttunnar gefa myndum sínum svip.
List Courbets varð mörgum hinna
yngri manna til eggjunar og eftir-
breytni, en ef til vill hef'ur hinn her-