Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 158
LISTIR
Listastefnur í Evrópu og Ameríku
Eftir HJÖRVARÐ ÁRNASON
II. Klassíska, rómantíska, realismi
NÝKLASSÍSKAN — SKJÓL-
STÆÐINGUR FRÖNSKU BYLT-
INGARINNAR.
I FRÖNSKU stjórnarbyltingunni fór
stíll þeirra Lúðvígs 14. og Lúðvígs 15.
forgörðum, eins og allflestar aðrar
minjar hins forna lénsveldis. Bylting-
armenn komu á nýrri þjóðfélagsskip-
un og leituðu sér því listarforms, er
tjáð gæti og boðað hugsjónir hins
nýja siðar, og fyrirmyndina fundu
þeir, þar sem var fornlist Grikkja og
Rómverja, eins og vænta mátti. Áhrifa
fornlistarinnar á málara, myndhöggv-
ara og byggingarmeistara hafði jafn-
an gætt frá hinni fyrstu endurvakn-
ingu hennar á 15. öld og fram á hina
18. En nú varð þó endurlífgun klass-
ískunnar gagngerari og sannfræðilegri
í eftirlíkingu á list fornmanna en
nokkru sinni áður. Frönsku listaskól-
arnir og hinar rómversku deildir þeirra,
er stofnaðar höfðu verið af Lúðvíg 14.
í lok 17. aldar og haft að marki og
miði nákvæma stælingu fornlistar-
innar, hófust nú aftur til vegs og á-
hrifa, eftir alllangt hnignunarskeið.
Á síðari hluta átjándu aldar hafði
þekking manna á Grikklandi og Róm
í fornöld farið sívaxandi. Nú brá svo
við, að ferðamenn tóku að flykkjast til
Grikklands og rita bækur um ferðir
sínar, þar sem birtar voru eirstungu-
myndir af forngrískum listaverkum.
Fundur borganna Herkúleanum og
Pompeii, á þriðja aldarfjórðunginum,
mátti heita hreinasti fræðslubrunnur
um daglegt líf Rómverja hinna fornu.
Fjöldi bóka með myndum af fornminj-
um, svo sem Veduta Roma, eftir Pi-
ranesi, jók mjög á kynni almennings
af list fornþjóðanna.
Mestur áhrifamaður í þessum efn-
um, bæði í ræðu og riti, var þýzki
fornfræðingurinn Winc^elmann. — I
bókum sínum um fornlistirnar hélt
hann því fram með krafti þess, er
valdið hefur, að list Grikkja og Róm-
verja bæri langt af öllu, er síðan hef-
ur sézt í mannheimum, og sambæri-
leg list væri óhugsanleg án þess að
stæla sem nákvæmast hinn forna stíl.
Hann hafði rík áhrif meðal ein-
dregnustu fylgjenda nýklassískunnar í
Þýzkalandi, og sumir lærisveinar hans,
eins og t. d. Angeli\a Kaujman, boð-
uðu kenningar hans ósleitilega.
Vaxandi gengis hins klassíska stíls
verður greinilega vart á margan hátt
í myndlistinni á dögum Lúðvígs 16.,
einkum þó í húsbúnaði og klæða-