Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 32
190
HELGAFELL
hann ýtti undir þá og lyfti þeim upp. Hann var manna lagnastur að fylgja
söngmönnunum í öllum þeirra útúrdúrum.
En er árin liðu, fékk hann ósjálfrátt annan titil. Nú var hann jafnan
nefndur Emil Thoroddsen tónskáld. Hann var orðinn landskunnur fyrir
tónsmíSar sínar. Fyrst mun hann hafa vakiS athygli á sér á því sviSi, er
hann fékk verSlaun fyrir Alþingishátíðarliantötuna 1930. í sérstakri grein-
argerS dómnefndarinnar, en í henni var m. a. danski tónsnillingurinn Carl
Nielsen, var vikið að því, að margt í kantötunni væri sérkennilega fagurt
og frumlegt. Það var engu líkara en að tilefni greinargerðarinnar væri að
afsaka það, að kantata Emils hefði ekki fengið nema 2. verðlaun. Ég hef
aðeins heyrt einn kafla úr henni, fyrir blandaðan kór, og fannst mér hann
mjög fallegur. Emil hafði ekki að fullu gengið frá þessu verki, er hann
varð að senda það frá sér. SíSar vakti hann aftur þjóðarathygli á sér, er
hann fékk 1. verðlaun fyrir sjómannasönginn, íslands Hrafnistumenn, hið
margumþráttaða lag. ÞaS er hverju orði sannara, að þetta lag er ekki við
alþýðuhæfi og illa falliS til söngs, og frá því sjónarmiði skoðað, hefði ekki
átt að velja það fyrir sjómannasöng. En hver skynbær maður á tónlist hlýt-
ur hins vegar að viðurkenna, að það hefur að geyma tilkomumikla tónlist
og er áhrifamikið. í þriðja sinn fékk hann verðlaun í sönglagakeppninni í
sambandi við lýðveldishátíðina í sumar fyrir lagið Hver á sér fegra föður-
land? Hann fékk fyrstu verðlaun, og kom það engum á óvart. Allir höfðu
búizt við því. Þetta lag er aftur á móti líklegt til að verða sungið af þjóð-
inni. Vinsælust munu lögin hans við kvæðin úr Pilti og stúlþu. Vögguvísan,
(LitfríS og ljóshærð og létt undir brún), er mikið sungin. Háskólakantatan
er allmikið söngverk. Eitt af beztu lögunum hans þykir mér kórlagið í
svanahlíð, sem margir munu kannast við af söngplötum, í meðferS Karla-
kórs Reykjavíkur. Blástjarnan, íslenzkt þjóðlag, er mörgum kunnugt í hinni
snilldarlegu raddsetningu hans, og hafa FóstbræSur oft sungið það. BæSi
síðastnefndu lögin eru prentuð fyrir mína milligöngu, hið fyrrnefnda í tíma-
ritinu /örS, en hitt í söngmálablaðinu Heimi. Hann gaf fúslega leyfi til að
prenta lögin, en er til átti að taka, var hann búinn að týna handritunum.
Sem betur fór áttu söngstjórarnir afrit af þeim. Ég óttast, að þannig kunni að
hafa farið fyrir fleiri handritum, því að fátt eitt er prentað af lögum eftir
hann. Strengjaþvartett er til eftir hann og var kafli úr honum leikinn á
listamannaþinginu síðasta.
ÞaS er margt í íslenzkri sönglagagerð með viðvaningsbrag, einkum hvaS
frágang snertir. Því hefur bæði valdið kunnáttuskortur og smekkleysi. —
OSru máli er að gegna um lögin hans Emils. Þar er kunnáttan og smekk-
vísin óbrigðul. Á mörgum þeirra er snilldarbragur heimsborgarans, og á
öllum þeirra er óvenjulega mikill menningarbragur. Þau þola að vera met-