Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 236
394
HELGAFELL
FRÍÐA EINARS. Sjá Helgafell III. I,—4..
bls. 156.
GRIEG, NORDAHL. Sjá Helgafell III. I —
4., bls. 2—6. Æviatriði hans eru að vísu ekki
rakin þar nema í stærstu dráttum, en Helgafell
væntir, að þeim verði gerð fyllri skil í annarri
grein, sem það á von á, áður en langt um líð-
ur.
GUÐMUNDUR DANÍELSSON. F. 4. okt.
1910 að Guttormshaga í Rangárvallasýslu, tók
kennaraskólapróf 1934, nú kennari við barna-
skólann á Eyrarbakka. Hóf rithöfundaferil sinn
1933 með ljóðabókinni Ég heilsa þér, en hefur
síðan einkum lagt stund á skáldsagnagerð og
gerzt mjög afkastamikill. Þekktustu bækur
hans eru: A bökkum Bolajljóls, (I. og II. bindi,
1940) og Aj jörðu ertu k.ominn, (í þrem bind-
um, 1941—1944); í vetur sendir hann frá sér
þrjár nýjar bækur, þ. á. m. fyrsta leikrit sitt.
GUNNLAUGUR ÓSKAR SCHEVING. F.
1904 í Rvík.Foreldrar Björn Gíslason og Hall-
dóra Magnúsdóttir. Stundaði myndlistarnám í
Danmörku í 4 ár og víðar erlendis. Hefur
haldið margar málverkasýningar ytra og heima
við vaxandi orðstír, síðast í fyrra vetur í Lista-
mannaskálanum, ásamt Þorvaldi Skúlasyni.
HJÖRVARÐUR ÁRNASON. Sjá Helgafell
111,1.—4., bls. 157.
INGEBORG SIGURJÓNSSON, f. Blom. F.
1872, prestsdóttir frá Langalandi. Giftist tvítug
Thiedemann skipstjóra og var í förum með hon-
um um heimshöfin árum saman. Eftir lát hans
giftist hún Jóhanni Sigurjónssyni skáldi, 1912.
Frú Sigurjónsson hefur ritað minningabók, er
hún nefnir „Mindenes Besög", og er kaflinn,
sem hér birtist, úr henni. — Hún andaðist í
Kaupmannahöfn árið 1935.
JÓN JÓHANNESSON. F. í Skáleyjum á
Breiðafirði 26. 12. 1904. Hefur birt kvæði, smá-
sögur og greinar í ýmsum blöðum og tímarit-
um. (Eimr., Samt., Vikunni, Lesb. Vísis, Þjóð-
viljanum og Breiðfirðingi). Var einn vetur við
dráttlistarnám hjá Guðmundi Thorsteinsson og
hefur teiknað nokkuð í tómstundum sínum.
Sjá að öðru leyti Höfundatal í Helgafelli síð-
ast.
NEEDHAM JOSEPH. Lektor í lífefnafræði
við háskólann í Cambridge. Vísindastörf hans
hafa einkum verið fólgin í efnafræðirannsókn-
um í sambandi við fósturþróun. Hann hefur
fengizt mikið við vísindaleg tilraunastörf, t. d.
um andardrátt og næringu fóstra og um
„skipulagsvalda", ásamt C. H. WADDING-
TON. Hann hefur gefið út mikið yfirlitsrit um
þetta efni, Chemical Embryology, í 3 bindum.
Viðbótarbindi við þetta ritverk er Biochcmis-
try and Morphogenesis, og nær sú bók fram
á síðustu tíma. Þá hefur hann og skrifað sögu
fósturfræðinnar og ýmsar bækur um afstöðu
vísindanna til trúarbragða og heimspeki. —
Einkum má nefna Order and Lije (Yale Uni-
versity Press) og síðustu bók hans Time: ihe
Refreshing River (Allen & Unwin), þar sem
hann gerir grein fyrir skoðunum sínum á al-
þýðlegan hátt.
ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON. F. 26. sept-
ember 1918 að Hlíð, Garðahverfi, Gullbringu-
sýslu, sonur Sigurðar Jónssonar og konu hans,
Ingibjargar Þóru Jónsdóttur. Fluttist til Reykja-
víkur 1933 og stundaði ýmis störf. Dvaldi í
Kaupmannahöfn veturinn 1937 og við nám C
New York 1944. Hefur gefið út tvær barna-
bækur, Kið Áljtavatn (1934) og Um sumar-
kvöld (1935), þrjár skáldsögur, Skuggarnir af
bœnum \( 1936), Liggur vegurinn þangað?
(1940) og FjalliS og draumurinn (1944); enn-
fremur smásagnasafnið Kvistir í altarinu (1942).
ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR. F. 9. apríl
1857 að Sauðadalsá á Vatnsnesi í Húnavatns-
sýslu, en bjó mörg ár á /7/öðum í Glæsibæjar-
hreppi og hefur löngum verið kennd við þann
bæ. Hún var stórbrotin gáfukona, skapmikil
og ástríðuheit, og á margan hátt sérkennilegt
og ágætt skáld. Hún gaf út /Vokfeur smákvœði
1888 og aftur 1913, en fleira lét hún óprentað
eftir sig í bundnu máli og óbundnu. Heildar-
útgáfa af ritum hennar er væntanleg á næsta
ári. Ólöf frá Hlöðum andaðist í Rvík 23. mars
1933.
„POUL SÖRENSEN skáld ermaðurum fertugt,
lögfræðingur að menntun. Hóf hann skáldferil
sinn með því að semja ýmsa skopleiki (Revyer)
um vandamál samtíðarinnar fyrir stúdentafélag
Kaupmannahafnar. I dagblaðinu „Politiken"
birti hann um langt skeið daglega gamankvæði
undir dulnefninu „Tvillingerne". Frá því er