Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 63
EINUM KENNT — ÖÐRUM BENT
221
mat þjóðarinnar á sjálfri sér. Það brýzt
út með sömu einkennum og ofmat ein-
staklingsins á manngildi sínu, þvíað
það er sama eðlis: í hroka og mikil-
laeti og lítilsvirðingu í garð annarra
þjóða. Þennan hroka, sem er ekkert
annað en einstaklingshrokinn margfald-
aður svo og svo oft með sjálfum sér,
köllum við þjóðernishroka, þjóðskrum,
þjóðrembing o.. s. frv., þá er vér sjáum
hann í fari annarra þjóða. En þegar
hann kemur fram í anda vors eigin
þjóðlífs, reynum við að fela hann með
fínna heiti. Þá heitir hann þjóðernis-
metnaður.
En setjum nú svo, að þetta vaeri
metnaður. Hvað er metnaður ? Hann
er kappgirni, sem beint er x þá átt að
vera öðrum meiri: duglegri, sterkari,
leiknari, snjallari, snuddgáfaðri o. s.
frv. En í þessu strefi felst yfirdrottn-
unartilfinning og getur leitt til margs-
konar lasta. Þessvegna keppir vitur
maður við sjálfan sig en ekki aðra.
Bæði hroki og metnaður eiga sér ræt-
ur í haturstilfinningu.
Oðrum stundum, einkum þegar í
móti blæs, hrapar þetta sálarástand
niðurí smæddar- og lítilmótleika-til-
finningu og skriðdýrshátt fyrir þeim,
sem einstaklingurinn eða þjóðin ,,líta
upptil“ sakir valdhafnar, auðæfa, lær-
dóms, andlegra afreka o. fl. og lág-
kúra sálarinnar í allri sinni eymd nær
yfirdrottnun á manneskjunni eða þjóð-
mni, sbr. til dæmis þessi vísuorð í
Passíusálmum Hallgríms, þar sem
vesaldartilfinningin, lágkúran, dregur
sjálfan guðsmanninn niðurí þá guð-
löstun, að guð eigi að vera þrælahald-
ari:
KÓNG MINN, Jesú, ég kalla þig,
Kalla þú þrœl þinn aftur mig.
Svipaður lágkúruvæll í íslandsminni
Matthíasar hefur lengi verið einn af
uppáhalds tækifærissöngvum vorum
og er því orðinn önnur rödd þjóðar-
innar, sá tónninn, sem þjóðarhrokinn
kúvendir yfirí, þegar illa gengur með
fisksöluna í Hull og Grímsby og nauð-
synlegt er að lækka styrki til rithöf-
unda og listamanna : *
fyrir löngu lítils virt
langt frá öðrum þjóðum.
Um þess kjör og aldarfar
aðrir hœgt sér láta,
sykki það í myrkan mar
mundu fáir gráta.
Er þetta ekki sérlega markandi van-
máttarlágkúra: allir líta niðurá mig,
enginn hugsar um lífskjör mín, það
færu ekki margir að gráta, þóað ég
dæi ? Það er einsog nauð í lífsleiðri
piparkerlingu. Og er það ekki nei-
kvæði póllinn á belgingnum í kvæði
Bjarna : ,,Þú nafnkunna landið“ ?
í þessum vesaldómi sálarlífsins á
öll sú lágkúra upptök sín, sem ekki
stafar beinlínis af vankunnáttu í
tækni. Rismeira sálarlíf myndi meira
að segja geta orðið okkur mikil upp-
bót fyrir fákunnáttu í tækninni og
forðað okkur frá mörgum tæknilág-
kúrum.
Sjúkleika þennan reynir einstakling-
urinn oft að breiða yfir bæði í dag-
fari og rithætti með notkun skynsemi
sinnar, menntunar eða ytri siðfágun-
ar. En það er engin lækning á mein-
semdinni. Hún heldur áfram eftir sem
áður að þjá sálarlíf hans, gerir lífstón-
inn í heild rislausan og framkomuna
meira eða minna óeðlilega, en brýtur
af sér alla fjötra við margskonar tæki-
færi og ryðst þá fram í lágkúruskap
eða andstæðu hans, uppblæstrinum.