Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 135
ALDAHVÖRF
293
in. Hér er hvert hjólið innan í öðru,
hvert hylkið utan um annað, allt ein
samfelld og ævintýraleg gestaþraut.
Lifandi líkami er að vísu ,,samsettur
úr“ ótölulegum aragrúa af ögnum, raf-
eindum og vetniskjörnum, en röðun og
skipulag þeirra innbyrðis er miklu
gagngerara og flóknara en fyrir kem-
ur í því efni, sem höggmyndir eru
gerðar úr, og jafnvel hinum marg-
brotnasta og fegursta kristalli. — En
mergurinn málsins er sá, að hér geta
menn hvergi drepið niður fingri og
sagt með sanni: ,,Hérna eru takmörk-
in, hér er það, sem forminu sleppir
og efnið tekur við“.
Hér þarf þó nokkuru nánari skýr-
inga við. I efsta og stórgerðasta lagi
lífheimsins eru þau form, sem allir
þekkja af eigin raun, hinir sundur-
leitu líkamir jurta og dýra. I næsta
lagi þar fyrir neðan eru þau einstöku
líffæri, sem aðgreind verða innan lík-
ama dýra eða jurta og séð verða með
berum augum. Þegar því lagi slepp-
ir, opnar smásjáin oss nýjan heim.
Þeir, sem fyrstir rýndu inn í þann
heim á 17. öldinni, hafa án efa get-
að tekið undir þessi orð með Thom-
as Browne: ,,Vér berum innra með
oss þau undur, sem vér leitum að úti
um heima og geima; allir leyndardóm-
ar Afríku búa í oss sjálfum“.
Vefir og líffæri líkamans eru sam-
sett úr milljónum lifandi fruma, og vér
vitum nú orðið, að þessar frumur eru
hæfar til þess að lifa sjálfstæðu lífi að
vissu marki eftir að þær hafa skilizt
frá líkamsheildinni. — Leitum vér
lengra niður á við, verðum vér þess
vísari, að sérhver fruma er samsett úr
smærri einingum, er sumar virðast
ekki hafa fasta lögun, svo sem fitu-
droparnir í fryminu, en form annarra
eru aftur á móti nátengd hlutverki
þeirra. Svo er t. d. um litningana í
frumukjarnanum, er bera í sér vísi
erfða og ættgengis.
í neðsta lagi þess þverskurðar af líf-
heiminum, sem vér höfum hér hugs-
að oss, hittum vér fyrir sameindirnar.
Þær eru myndaðar úr skipulegum kerf-
um frumeinda. Hver frumeind er eins
konar smáútgáfa af sólkerfi, þar sem
vetniskjarnar og frádrægar rafeindir
þreyta hringrás, líkt og himinhnettir
eftir farbrautum sínum. Þetta lag er
harla athyglisvert af ýmsum ástæð-
um.
Fyrst er á það að líta, að tiltölulega
fá ár eru liðin, síðan vér fengum um
það fulla vissu, að sameindir hefðu á-
kveðna lögun. Fram til loka fyrri
heimsstyrjaldarinnar gátu vísinda-
menn leyft sér að halda því fram, að
,,formúlur“ og sameindateikningar
efnafræðinganna væru aðeins hug-
smíðar, er samsvöruðu engu í ríki
náttúrunnar. En þegar Englendingur-
inn Hardy og Bandaríkiamaðurinn
Langmuir höfðu komið á rekspöl rann-
sóknum á sameindaþynnum, þ. e. efn-
isbvnnum, sem í er aðeins eitt lag
hliðlægra sameinda, varð lýðum Ijóst,
að formúlur vorar eru í samræmi við
veruleikann. ,,Langar“ kolvetnakeðj-
ur eru langar í raun og veru. Sé fitu-
sýru rennt á vatn, stendur ,,feiti“ end-
inn á efniseindinni upp úr vatnsfletin-
um, en ,,súri“ endinn ,,leysist upo“
undir vatnsborðinu. ,,Teningslaga“ efn-
iseindir skipa rúm sitt með sama hætti
og teningar. Allt fékk þetta enn ör-
uggari staðfestingu, er aðrir vísinda-
menn beindu röntgengeislum að þessu
sama rannsóknarefni (Laue, Ewald,
Bragg-feðgarnir) og sýndu þannig fram
á, að sú kerfisbundna gerð efniseind-
anna, er áður hafði verið fundin með
útreikningum samkvæmt efnafræðileg-
um tilraunum, var veruleikanum fylli-
le£?a samkvæm.
Formið er því enn í fullu gengi
meðal vor. En þegar niður a stærða-
svið frumeindanna er komið, verður
formið óaðgreinanlegt frá röð þeirra