Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 107
ÉG VAR SKÁLDI GEFIN
265
verulega. Allra síðustu árin, sem mað-
urinn minn lifði, vann hann að fyrir-
ætlun um stórframkvæmdir. Hún skaut
fyrst upp höfðinu í miðdegisverðarboði
hjá málarahjónunum Slott-Möller.
Dæhnfelt forstjóri var þar borðherra
minn. Eftir miðdegisverðinn sá ég,
að hann og maðurinn minn voru nið-
ursokknir í einhverjar brýnar samræð-
ur. Svo var mál með vexti, að Tryggvi
Jóhannesson, bróðursonur Jóhanns, var
viðriðinn stórfyrirtæki á Norður-ís-
landi, en skorti sambönd við einhverja,
sem hefðu nægilegt fjármagn til að
framkvæma fyrirætlanir þess. Hann
hafði skýrt Jóhanni ýtarlega frá ráða-
gerðinni, með það fyrir augum, að Jó-
hann kynni að geta fengið einhverja
auðmenn til að sinna henni. Nú var
Jóhann að útskýra þetta allt saman
fyrir Dæhnfelt forstjóra. Honum leizt
svo vel á hugmyndina, að síðar lagði
hann fram fé, ásamt Carli Sæmund-
sen aðalframkvæmdastjóra, til þess
að hrinda stórvirki þessu af stað, og
sendi Kirk verkfræðing, hægri hönd
Monbergs forstjóra, til Norður-fslands,
til athugunar á hafnarskilyrðum við
Höfðavatn, sem mjótt malareiði skil-
ur frá úthafinu. Ráðagerðin var sú
að gera skurð gegnum eiðið og fá
þannig feikistóra, sjálfgerða höfn fyr-
ir síldveiðiflotann. Þaðan var örskammt
á hin ágætustu mið, og þannig gátu
síldveiðiskipin sloppið við sex til tíu
stunda siglingu til næstu söltunar-
stöðvar. Aðstandendur fyrirtækisins
fengu nú skáldið mitt til að fara til
íslands með umboð í vasanum til að
kaupa þær þrjár bújarðir, sem land
áttu að Höfðavatni.
En aldrei varð þó neitt úr fram-
kvæmdum, og lágu til þess margar á-
stæður. Hérna í stofunni minni hangir
ennþá landabréf af hafnarsvæðinu til
minja um þessa viðburðaríku daga og
stórfenglegu drauma um örugg hafnar-
mannvirki fyrir fengsælan flota og
stórt, vaxandi fiskiþorp með iðandi at-
hafnalífi, líkt og segir frá í „Síðasta
víkingnum“.
Dregur slyj fyrir sólu.
Jóhann hafði kennt sjúkleika um
nokkurt skeið, áður en hann lagði í
Islandsförina, en vildi þó ekki leita
læknis, því hann var hræddur um, að
sér yrði þá bannað að fara. En á leið-
inni til gamla landsins fékk hann þeg-
ar svo slæmt kast, að hann missti með-
vitundina. Hann lét þó ekki sjúkdóms-
erfiðleikana aftra heimför sinni. En
varla var hann kominn inn úr dyrun-
um heima hjá okkur, þegar hann veikt-
ist hastarlega að nýju.
I örvæntingu minni hringdi ég þeg-
ar til Carls Sæmundsen framkvæmda-
stjóra. Hann brá fljótt við og kom þeg-
ar til okkar með lækni sinn, Nicolaj
Faber, með sér. Hann útvegaði Jó-
hanni þegar rúm á St. Jósefsspítala.
Sjúkdómurinn reyndist vera bólga í
grennd við hjartað, og þrengdi hún
bæði að því og lungunum. Uppskurð-
ur var ekki framkvæmanlegur, en
læknarnir ætluðu að gera tilraun til að
eyða bólgunni á annan hátt. Þarna lá
Jóhann í heilan mánuð í umsjá systr-
anna. Að þeim tíma liðnum fékk hann
að fara heim í Austurgötu aftur og
hafði þá fengið þann bata, að við gát-
um farið í stuttar göngur saman.
Við vorum alltaf að vona, að þetta
mundi lagast, enda þótt hin hræðilegu
sjúkdómsköst héldu stöðugt áfram að
koma fyrirvaralaust, og þeim fylgdi
oft margra klukkustunda meðvitund-
arleysi. Við vissum bæði, að kraftarn-