Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 115
GUÐMUNDUR DANÍELSSON:
Fasteignir hreppsins
Teikningar eftir Eggert M. Laxdal.
I.
Sumar fasteignir skila árlegum arði,
aðrar ekki. Um ágæti hinna fyrrtöldu
þarf ekki aS fjölyrSa, en um hinar má
segja, aS þaS getur engu aS síSur ver-
iS hagræSi í aS eiga þær, þó aS þær
gefi ekki beinan arS.
Nú var þaS svo, aS hreppurinn átti
tvær fasteignir. Þær voru báSar viS
veginn fyrir sunnan þorpiS, og var
skammt á milli, og var önnur gott
dæmi um arSbæra eign, hin um eign,
sem aldrei skilaSi arSi, en var þó
engan veginn gagnslaus. — Þetta var
kálgarSur og kofi í honum miSjum,
gaddavírsgirSing umhverfis hvort-
tveggja.
Ekki var yfirlætinu fyrir aS fara í
útliti þessara hluta:
GarSurinn á stærS viS meSal haug-
stæSi í sveit, kofinn á borS viS skánar-
hrauk. Hann var flatreftur svo sem
títt er um norSlenzk hús, torfhlaSinn
a þrjá vegu, aS norSan, austan og
sunnan, en vestur veggurinn gerSur
af timbri, og voru dyr á honum sySst
og ein rúSa fyrir ofan, en tveggja rúSu
gluggi á miSjum veggnum. Þannig leit
út hiS ytra þessi fasteignin, sérkenni
hennar voru hrörleiki og smæS. —
Ekki var saga hennar heldur merki-
leg> því miSur: Roskinn maSur ein-
hleypur hafSi eitt vor komiS á bát-
kænu handan yfir fjörSinn og setzt hér
aS, — byggt sér kofann og ræktaS
kálgarSinn í kring. I mörg ár hafSi
hann sótt björg sína aS mestu út á
fjörSinn, því aS þetta var sjómaSur,
en svo fór aS lokum, aS fisk þraut í
firSinum, — aS fisk þraut í öllum
fjörSum landsins, eins og menn muna,
— báturinn fúnaSi og gamli maSur-
inn bilaSi fyrir hjarta. Þá tók hrepp-
urinn viS honum og fæddi hann, unz
ævi hans var öll. Hreppurinn erfSi
síSan eignina.
Nú hefSi eftir reglunni mátt vænta
uppboSs, en svo varS eigi. Gömul kona
lasburSa, aS nafni Pála, varS húsvillt
í þorpinu um þessar mundir, og þar
sem hreppsnefndin sá fram á, aS til
hennar kasta kæmi fyrr eSa síSar
vegna konu þessarar, sem var sjálfr-
ar sín og einstæSingur, þá ákvaS
hreppsnefndin aS bjóSa konunni lífs-
tíSarábúS á eigninni endurgjaldslaust,
— hún gæti ræktaS kartöflur og haft
hænsni, sagSi hreppsnefndin ennfrem-
ur, því aS þetta voru brjóstgóSir menn
og hugkvæmdasamir, eins og títt er
um valdsmenn yfir höfuS.
Æ, mikiS varS konan þeim þakk-
lát. Hún baS guS aS launa þeim, og
lofaSi aS verSa þeim ekki til frekari
byrSi, og settist aS í kofanum, og þilj-
aSi í tvennt meS striga, — hennar
HELGAFELL 1944
18