Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 16
174
HELGAFELL
sé gert ráð fyrir sérfræðinganefnd, er geri heildaráætlun um allar fram-
kvæmdir landsmanna fyrir nokkur ár í senn, ekki skemur en fjögur ár, og
starfi í náinni samvinnu við ríkisstjórnina. Einn helzti árangur af starfi slíkrar
nefndar væri sá, að jafnan mætti vita nákvæmlega um afkastamöguleika
þeirra atvinnufyrirtækja, sem í landinu eru. Við þessa vitneskju eina myndi
sparast ógrynni fjár, fjöldi véla, mikið efni og vinnuafl. Annar stór kostur er
það, hve miklu auðveldara yrði að gera sér grein fyrir tekjuþörf og tekju-
öflunarmöguleikum ríkisins.
Skipulagning atvinnuveganna verður auk þess ekki aðskilin þeirri ný-
sköpun, sem hér þarf að hefja á mörgum sviðum. Án hennar er óhugsandi,
að loforð um atvinnu handa öllum og fullkomnar þjóðfélagstryggingar geti
orðið að veruleika. Slembilukkan nægir ekki lengur í þjóðarbúskapnum.
Hagkerfi landsins verður að lúta einni forustu, annars lætur það ekki að
stjórn, ef eitthvað ber út af. Fjárlög ríkisins munu verða með nýju sniði,
fremur framkvæmdalög en fjárlög, miðuð við, að landsmenn einbeiti sér
að stórum verkefnum, en málamynda mjatli og káki sé hætt.
Ríkinu sé berum orðum heimilað að leggja á skatta og tolla með lögum,
og að taka ríkislán, til þess að standa undir skuldbindingum sínum og starf-
semi, að því leyti sem tekjur þess af eigin stofnunum og fyrirtækjum nægja
ekki. Ennfremur verður að heimila ríkinu með sérstökum lögum, eins og
nú tíðkast, að ganga í ábyrgð fyrir bæjar- og sveitarfélög vegna þjóðnýtra
framkvæmda.
Ohjákvæmilegt mun vera að telja upp þær stofnanir, mannvirki og fyrir-
tæki, sem vera skulu í sameign þjóðarinnar, þ. e. í eigu ríkis, bæjar-,
sýslu- og sveitarfélaga. Gera verður ráð fyrir, að þessir aðilar eigi og reki
ýmislegt í sameiningu, og fer um þá sameign eftir gildandi venju. samn-
ingum og lögum.
Hér er talið hið helzta, sem nú er í sameign þjóðarinnar, ásamt öðru, er
sumpart er í sameign, en verða mun alger sameign mjög bráðlega: allt vega-
kerfi landsins, hafnir, vitar, flugvellir, póstur, sími, peningastofnanir, út-
varp, skólar, bóka-, þjóðminja- og listasöfn, samgöngutæki í lofti, á sjó um-
hverfis landið og hin helztu á landi, varðskip, opinberar byggingar, lönd
og lóðir í kauptúnum og kaupstöðum, sjúkrahús og heilsuverndarstöðv-
ar, tryggingarstofnanir, opinberir sjóðir, leikhús og aðrar menningarstofn-
anir, þjóðjarðir og aðrar opinberar fasteignir, tilraunabú og rannsóknarstöðv-
ar, aflstöðvar, afl- og orkugjafar í jörðu, sjó og lofti, atvinnu- og framleiðslu-
tæki (útgerð, mjólkurbú o. s. frv.), verksmiðjur, einkasölur ríkisins.
Auk þess, sem hér er talið, verður að ætla, að sú skoðun sigri bráðlega,
að allt land, bæði til sjávar og sveita, skuli vera í sameign. Enn má búast