Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 45
EINUM KENNT — ÖÐRUM BENT
203
ekki þýtt annað en þær hættur, sem
veiðimaðurinn eða veiðistöngin eru
stödd í eða verða kunna á vegi þeirra.
En höfundur Hornstrendingabókar
ætlast auðsæilega til, að þetta merki
hættur þær, sem svartfuglinum stafar
af veiðimanninum eða veiðistöng-
inni ( !).
Höfundinum mætti þó segja það til
nokkurrar linkenndar, að hann á sér
þarna ýmsar fyrirmyndir í nútíðarmáli.
Svipuð misbeiting á þessari tegund
eignarfalla er einmitt tekin að gerast
óhugnanlega algeng í seinni tíð, síðan
eignarfallsfaraldurinn hóf að reka á
dyr forsetningar og samtengingar orða.
Tilfinningin fyrir merkingum orðanna
sýnist farin að vera svo „fjarræn í
draumi sínum”. En hvernig væri að
reyna að taka upp svolítið af hugsun
í staðinn fyrir drauminn, áður en stig-
ið er uppá leiksviðið ?
Þessi saga af uppskafningunni er
orðin nokkuð löng. Þó er hún því mið-
ur ekki ennþá sögð til enda. Höfund-
ur Hornstrendingabókar hefur látið
heillast af fleiri ,,töfrum“ uppskafn-
ingar, annarra tegunda, ogklikkað með
þeim margar síður í riti sínu. Hér eru
örfá dæmi, tekin á víð og dreif úr
alltof miklum fjölda slæmra tilfella.
Lýsinguna á fæðingarhéraði sínu
upphefur hann með þessari litlu reisn:
Snarbrött og œgileg í tign sinni rísa
úr hafi yztu takmörk Strandanna,
Hornbjarg og Hælavíkurbjarg.
Það sýnist fullur mælir að láta svona
orðalag stegla taugar lesandans einu
sinni í bók, jafnvel þóað hún sé í stærra
lagi. En á bls. 127 er píningartólið sett
í gang aftur:
Eru þeir (tindarnir) tröllslegir og
feiknlegir í tign sinni.
Svo koma nú fjarvíddirnar. í list-
ræna bók má ekkert vanta af tilheyr-
andi ,,essensum“:
Þau (börnin) nutu bjargsins í fjar-
víddum þess (bls. 130).
Og ennþá segir:
A björtum góðviðrisdegi er útsýnið
af björgunum auðugt af fjarúíddum og
tilbreytingu (bls. 145).
Ég botna ekkert í þeim smekk, sem
þykir svona hálf-óskiljanlegt málklúð-
ur vera til prýði í bók. Á mig verkar
þetta einsog krakki væri að bögglast
við að leggja út dönsku.
Þá segir ennfremur:
Hann grípur hvern fugl á fætur öðr-
um, fugla, sem hafa starað á hann
hræðsluuana forvitnisaugum.
Þeir (fuglarnir) kljúfa loftið ósýni-
legir í tíeldi hra&ans og birtast aðeins
í óhugnanlegu blísturskenndu hljóÓi,
þegar þeir þjóta fram hjá (bls. 175).
Aftur barnaleg danska.
Þegar langt var liðið fram yfir allan
matmálstíma, tók svengdin loks að
minna á eÓlilegar þarfir (bls. 176).
Þetta hefði mátt segja með einfaldari
orðum.
Til uppskafningar telst það og stund-
um, en ekki alltaf, að nota eignarföll-
in hans, hennar, þeirra o. s. frv., í stað-
inn fyrir þáguföllin honum, henni,
þeim o. s. frv., sem oft gera stílinn
mýkri og mennilegri: Smásteinum
rigndi yfir höfuð þeirra (bls. 167),. . .
yfir höfuð þeim færi hér mun betur.
Þessi fornafna-eignarföll, sem mjög
hafa færzt í aukana í seinni tíð, eru
líka oft og einatt klaufaleg danska.
Ég mun hafa vikið að því áðan, að
stundum ryki stílsmáti höfundarins úr
látlausu orðalagi uppí ferlegustu skrúf-
mælgi, svoað maður hrekkur við.
Þessum dómi vil ég finna stað með
tveimur dæmum.