Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 228
386
HELGAFELL
þeim, að enn erum vér, sem ríki á meðal ann-
arra ríkja, í ýmsu tilliti óráðnir eins og greind-
ir og framgjarnir samvinnupiltar á gelgjuskeiði,
sem skyndileg metorð hafa skipað til sætis
meðal reyndari og veraldarvanari manna. Vér
viljum ekki láta á oss sjást, að vér séum minni
en aðrir og efumst ekki um hlutgengi vort
í samfélagi menntaðra þjóða, en finnum þó
undir niðri til smæðar vorrar og umkomuleys-
is, viljum ógjarnan koma til dyranna eins og
vér erum klæddir og erum því síður nógu
miklir fyrir oss til að geta vænzt þess, að
aðrir semji sig að vorum venjum. Þess vegna
má treysta því, að vér hefðum aldrei orðið
fyrstir til að hjálpa stórveldunum um nýja
tízku.
#
* *
Enginn getur láð ungu ríki, sem á um margt
í vök að verjast, þó að nokkurrar viðkvæmni
gæti hjá því í skiptum þess við stærri og
máttugri ríki, og betur hefði heiminum farn-
azt, ef allar þjóðir hefðu lagt jafn mikla stund
á að skilja aðrar þjóðir, læra af þeim og vera
þeim til geðs. En þessi viðleitni er samt því
aðeins holl, að hún sé sprottin af löngun vorri
til að mannast og verða meiri • og betri Is-
lendingar, en ekki af því, að vér höfum feng-
ið glýju í augun af auði og glæsileik, sem er
annars eðlis og auðsærri en þau verðmæti, sem
vér getum stært oss af. Ef þjóð vor hefur
persónulegu hlutverki að gegna, hlýtur það að
vera bundið hennar eigin landi, og heims-
menningin getur naumast lagt oss aðra skyldu
ríkari á herðar en að varðveita og rækta vora
eigin sérmenningu. Engin þjóð yrði stórum
ríkari við að leggja undir andleg yfirráð sín
sálir þeirra þúsunda, sem hér halda vörð um
merkilega tungu og menningarerfðir, en vér
verðum að trúa því, að heimurinn biði tjón
á sálu sinni við það. Oll saga vor er átakan-
leg og áþreifanleg sönnun fyrir tilverurétti
smárrar þjóðar, og vér megum ennfremur vera
stoltir af því að hafa til þessa gert meira fyrir
aðrar þjóðir en þær hafa gert fyrir íslendinga.
Vissulega stendur heimurinn í þakkarskuld
við oss, sem ekki verður greidd með neinu
öðru móti en því að gefa þjóð vorri kost þess
að lifa áfram sjálfstæðu menningarlífj. En það
er ekki nóg, að aðrar þjóðir átti sig á þessu.
Vér verðum sjálfir fyrst og fremst að skilja
og meta að verðleikum hið sögulega hlutverk
vort, og meðvitundin um þær skyldur, sem
fortíðin leggur oss á herðar, á að blása oss
í brjóst heilbrigðum metnaði og skynsamlegu
stolti yfir því að vera Isléndingar. Ef vér
gleymum þessu, getur hæglega farið svo, að
bæði pýramídinn mikli og aðrir velviljaðir að-
ilar snúi við oss bakinu fyrr en varir.
#
Um stundar sakir hefur styrjöldin komizt
upp á milli vor og þeirra þjóða, sem vér
höfum haft mest saman við að sælda, og um
leið hefur straumur veraldlegra og andlegra
viðskipta vorra beinzt í aðra átt. Nú sendum
vér á hverju ári mikinn fjölda af efnilegustu
námsmönnum vorum til Bandaríkjanna, og
margir virðast hyggja gott til þess, að sá
háttur haldist að stríðinu loknu. Eins og vænta
mátti, hafa þessir ungu landar vorir getið sér
hið bezta orð vestan hafs, og yfirleitt hefur
þeim verið tekið þar með hinni mestu gest-
risni og velvild. Svo er að sjá sem hinir ís-
lenzku stúdentar hafi að undirbúningsmenntun
sízt staðið hinum amerísku námsbræðrum sín-
um að baki, og enginn ber brigður á gáfur
MENNINGARLEG j*?* °8 dufað’
VISTASKIPTI h;fa T8ir þclrra,und:
ið ser rra einu protstigi
til annars með amerískum hraða, sem naumast
er einleikinn á evrópskan háskólamælikvarða.
Er gott til alls þessa að vita, og vonandi á sú
fræðsla og menntun, sem hinir ungu og ötulu
námsmenn vorir hafa sótt til hinnar vinsamlegu
og hugumstóru Bandaríkjaþjóðar, fyrir sér að
koma föðurlandi þeirra að miklum notum. En
kynni vor af hinum glæsilegu afrekum vestur-
heimskrar tækni og vísinda mega ekki leiða til
þess, að vér förum endilega að líta smáum aug-
um á hinar norrænu og engilsaxnesku þjóðir,
sem oss eru þó, að minnsta kosti enn semkomið
er, skyldastar að menningu og lífsskoðunum.
Engin þjóð slítur tengslin við sögu sína og
fortíð sársaukalaust eða sér að skaðlausu, og
þrátt fyrir margvísleg misfelli á sambúð og