Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 128
286
HELGAFELL
meisturum Heimskringlumyndanna, einkum þeim Egedius og Munthe, er
hann þeim mjög ólíkur í túlkun og stílfærslu, og verk hans fyllilega sam-
bærileg við það, sem þeir hafa bezt gert. í teikningum Þorvalds sjást lítil
sem engin áhrif frá Norðmönnunum; þær bera einkenni nútímalistar og
heimslistar án sérstakra fyrirmynda, og eru um leið frábærar íslenzkar sögu-
myndir. í hálfbirtu sumra þeirra og samleik myrkurs og ljóss er dulúðug
kynngi. Hér verður ekki gert upp á milli beztu mynda þessara málara, svo ó-
líkar sem þær eru, eins og t. d. hinnar undurfögru teikningar Schevings af
hetjunum, sem ríða inn í ljósið burt frá föllnum, dökkum valnum, og teikn-
ingar Þorvalds af Flosa og mönnum hans, er þeir halda af stað til brenn-
unnar, en í þessari styrku mynd býr sama ógn og örlagaþungi og í frásögn
sögunnar af undanfara hins mikla atburðar. Teikningar Snorra eru einna
misjafnastar að gæðum og strik hans ekki eins örugg og falleg og hinna
tveggja, en hann hefur líka gert góða hluti, eins og hin glæsilega mynd
hans, sem hér er birt, sýnir. Annars ætla ég mér ekki þá dul að kveða upp
endanlegan dóm um myndir þeirra þremenninganna að svo komnu máli;
það getur enginn með fullum sanni, fyrr en þær eru allar komnar saman
og bókin komin út. En svo mikið þori ég að fullyrða nú þegar, að þær eru
mikill viðburður í íslenzkri myndlist, bæði vegna þess, hve vel þær hafa
tekizt, og hinna heillandi fyrirheita, sem þær gefa. Nú má gera ráð fyrir,
að haldið verði áfram á sömu braut, og gæti þá farið svo, að málarar okk-
ar ættu eftir að sýna umheiminum, hvernig á að gera myndir úr hinum
sígildu ritum okkar og úr norrænni fornöld yfirleitt, myndir, þar sem anda og
stíl þessara meistaraverka er í engu misboðið. Oft hefur verið um þetta rætt,
þótt ekki hafi komið til framkvæmda fyrr en nú. Björn M. Ólsen lýkur út-
gáfu sinni af Sólarljóðum árið 1915 með þessum orðum: Og eru ekki hinar
mörgu myndir, sem kvæðið bregður fyrir hugskotsaugu vor, eins og skap-
aðar til að íklæðast holdi og blóði af íslenzkri list ? Ég hef það traust til ís-
lenzkra listamanna, að þeir láti ekki þennan fjársjóð ónotaðan; ég sé í anda
næstu útgáfu Sólarljóða prýdda myndum, gerðum af meistarahöndum.
Björn M. Ölsen lifði það ekki að sjá slíka útgáfu, meðal annars vegna
þess, að þeir voru of fáir, sem báru sama traust og hann til íslenzkra lista-
manna. En við, sem nú erum uppi, eigum vonandi eftir að sjá draum þessa
fagurskyggna vísindamanns um myndskreyting fornritanna rætast.
Snorri Hjartarson.