Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 68
ALDAHVORF
ÞAÐ fyrirheit var gefið
í Helgafelli í sumar er
leið, að hefjast mundi
þar innan skamms
samfelldur flokkur al-
þýðlegra úrvalsgreina um viðhorf og
verkefni þeirrar nýaldar, sem í vænd-
um er eða þegar runnin, og þannig
gerð tilraun til að veita íslenzkum les-
endum nokkra heildarsýn yfir þróun
og horfur þeirrar heimsmenningar, sem
nú er í deiglunni. Þrír fyrstu þættir
þessa greinaflokks, sem hér hefur ver-
ið valiS r.afnið ALDAHVÖRF, birt-
ast í þessum heftum. Þættirnir verða
að mestu íslenzkaðir úr eða sniðnir eft-
ir nýútkomnu brezku greinasafni, This
Changing World, og hefur Helgafell
sótt um og fengið til þess leyfi hins
brezka útgefanda. Þættir þessir eru
ritaðir af ýmsum fremstu vísindamönn-
um og menntaleiðtogum Breta. Þeir
hafa birzt að undanförnu í hinu víð-
sýna og vökula tímariti World Retíiew,
og heldur greinaflokkurinn enn áfram
þar. Sennilega verða birtir í Helgafelli
18 þættir, íslenzkaðir eða sniðnir að
nokkru eftir þeim, sem í hinu brezka
greinasafni eru. ÞýSendur þáttanna
verða : Árni Kristjánsson, píanóleikari,
BenediJit Tómasson, skólastjóri, Björn
Sigurðsson, læknir, Jóhann Sœmunds-
son, læknir, Magnús Ásgeirsson, rit-
stjóri Helgafells, SigurÖur Guðmunds-
son, arkitekt, Símon Jóh. Ágústsson,
dr. phil., Teresía Guðmundsson, cand.
mag., Torfi Ásgeirsson, hagfræS-
ingur og Þortíaldur Þórarinsson, lög-
fræðingur. Þá mun Torfi Ásgeirsson
frumsemja einn þátt í
flokki þessum: Frum-
drög að íslenzku fjögra
ára plani, í stað hinn-
ar brezku búskapará-
ætlunar í frumtextanum. Líklegt er og,
að þættirnir um Nýhorf í bóhmennt-
um og Byggingarlist á nýjum grund-
tíelli verði endursamdir að töluverðu
leyti. Yfirleitt mun lögð meiri stund
á skýra efnistúlkun en bókstafstrúnað
í þýðingunum, setningum skeytt inn í
til skilningsauka, en aðrar felldar úr,
sem litlu skipta.
Efni ALDAHVARFA tekur til
nýrra viðhorfa í náttúruvísindum,
mannfélagsmálum, sálarfræði, bók-
menntum, myndlist, byggingarlist,
músík, heimspeki og trúarbrögðum.
Hvarvetna er að því stefnt að sýna
fram á samhengi milli þeirra byltinga,
sem orðið hafa á sérhverju þessara
sviða á síðustu árum, og bent á þau
rök og ráð, er leiða til jákvæðrar nið-
urstöðu um framtíSarhorfurnar. Þætt-
irnir miðla lesendum sínum vissulega
mikilli og víðtækri þekkingu á óvenju
skýran og aðgengilegan hátt, en öllu
fremur eru þeir þó vakningarboðskap-
ur, nýaldarhugvekjur, sem miða að
mótun raunhæfrar og jákvæðrar lífs-
skoðunar, á hinum uggvænustu örlaga-
tímum. Mér finnst full ástæða til að
vona, að birting þeirra á íslenzku megi
verða til þess, að margur vor á meðal
stigi öruggari en ella mundi inn í and-
dyri hinnar nýju aldar og skilji drjúgan
hluta af bölsýni sinni og hleypidóm-
um eftir utan við þröskuldinn. M. Á.
NÝALDARHUGVEKJUR
UM HEIMSMYND VORA
OG HEIMSMENNINGU