Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 17
STEFNUSKRÁ LÝÐVELDISINS
175
við því, að menn vilji, að einstaklingar og ríki eigi og reki fyrirtæki í sam-
einingu, annaShvort meS hlutafélaga- eSa samvinnusniSi. Þetta fyrirkomu-
lag væri hentugt um stórútgerS. Sjálfsagt virSist, aS ríkiS eignist jafnan í
mannvirkjum hluta aS tiltölu viS framlag eSa styrk ríkissjóSs, og hafi áhrif
á stjórn fyrirtækja í sama hlutfalli.
Loks má telja sjálfsagt, aS ríkiS helgi sér sem sameign þjóSarinnar hveria
þá verðhækkun, sem verður á eignum einstaklinga vegna framkvæmda og
aðgerða, er kostaðar eru af almannafé, (vegir, hafnir, flugvellir, orkuver,
jarðræktarstyrkir o. s. frv.), og ennfremur hverja þá hækkun, sem verður
án aðgerðar einstaklinga, t. d. verðhækkun á húsum, er stafar af mann-
fjölgun í bæjum og þorpum, o. s. frv.
I'að er hlutverk ríkisvaldsins, að stjórna þannig atvinnuvegum þjóðar-
innar og hinum sameiginlegu stofnunum og eignum, að menning hennar fari
vaxandi, efnahagur batnandi, fjárhagslegt sjálfstæði og pólitískt fullveldi
ríkisins sé tryggt. í þessu skyni skal taka fyllstu vísindi og tækni í þjónustu
framleiðslunnar og beina vinnuaflinu að hagnýtum störfum. Við starfs- og
trúnaðarmannaval skal eingöngu farið eftir hæfni, en ekki persónulegum
sjónarmiðum. Hæfileika- og samkeppnisprófum skal beitt, þar sem við verð-
ur komiS.
RíkiS skal sæma þá menn heiSursmerkjum og nafnbótum, sem vinna
sérstök afrek á einhverju sviði í þágu þjóðarinnar allrar.
IV.
Ákvæðin um meðferS ríkisvaldsins, munu verða að mestu leyti hin sömu
og nú gilda, löggjafarvaldið verður hjá Alþingi og forseta, framkvæmdar-
valdið í höndum ríkisstjórnarinnar og forseta, en dómsvaldið hjá dómstól-
um.
Allir munu vera sammála um, að Alþingi þurfi að hafa mikiS vald, en
þó eru skoðanir eitthvað skiptar. Einstöku menn hafa fyrir siS að finna því
allt til foráttu, og telja að allt myndi batna hér, ef skipun Alþingis yrði breytt
og vald þess rýrt. Ég vil, að þingræði sé haldiS. Samkvæmt því yrði vald
Alþingis hið sama framvegis og nú er.
Um skipun þess finnst mér, aS við eigum litlu eða engu að breyta. Það
veitir ekkert af aS hafa um fimmtíu þingmenn. Þeir geta allir haft ærið að
starfa. KjörtímabiliS getur verið fjögur ár áfram. Allir íslenzkir ríkisborgarar
21 árs og eldri njóti kosningarréttar og kjörgengis, nema geðbilað fólk og
þeir, sem hafa verið sviptir þessum réttindum með dómi.
LandiS skal vera eitt kjördæmi og alþingismenn kosnir beinum, leyni-