Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 144
302
HELGAFELL
að „Jóhannesargiiðspjallið" eftir Bach hefur
verið flutt fjóruni sinnum í Reykjavík með
íslenzkum texta, að miklu leyti sungið við
erindi úr Passíusálmum Hallgríms Pétursson-
ar.
Með Islendingum hér í Stokkhólmi er mik-
ið félagslíf. .. enda fer þeim nú fjölgandi,
rúmlega ioo landar kváðu vera staddir í Sví-
þjóð nú. Hin margumtalaða „norræna sam-
vinna“ virðist hér mest koma fram í fyrirsögn-
um blaða. Þckking og áhugi á íslenzkum mál-
um auðsjáanlega í minnsta lagi. ..
FRÓN II, 2
DÝRALÆKNAR
BANDARÍSKA SETULIÐSINS
heiðraðir fyrir velgjörninga við menn og
skepnur á Islandi.
í aprílhefti frá fyrra ári af bandaríska dýra-
læknatímaritinu „Journal of the American
Veterinary Medical Associatiorí' stendur eft-
irfarandi frétt:
Eftir boði forseta Bandaríkjanna var Harry
J. Robertson, höfuðsmanni í dýralæknadeild
Bandaríkjahers, veitt merki heiðursfylkingar-
innar 22. september 1943; var það Eisenhower
yfirhershöfðingi, sem veitti honum merkið
„fyrir frábærlega lofsverða fonistu við fram-
kvæmdir merkilegra starfa, meðan hann
gegndi þjónustu scm dýralæknir hjá Banda-
ríkjahernum á íslandi, frá 3. marz 1942 til 31.
ágúst 1943. Auk skyldustarfa sinna í hernum
hafði Robertson höfuðsmaður með höndum
víðtækar tilraunir og rannsóknir á tveim hús-
dýrasjúkdómum, scm algengir eru á íslandi,
bólusetti fjölda sauðfjár, nautgripa og svína
við þessum sjúkdómum, réð íslenzkum bænd-
um ráð og hjálpaði þeim á marga lund. Af
þessum störfum hans hafa íslenzkir bændur
haft mjög gott, og innanlandsfjárhagur stór-
um batnað. Og þótt sambandið milli íslands
og Bandaríkjanna væri þá þegar mjög vinsam-
legt, styrktist það samt og stórbatnaði af starf-
semi Robertsons höfuðsmanns".
(Undirskrift)
Eisenhower.
Tímaritið skýrír þvínæst frá því, að téður
Robertson hafi útskrifazt úr dýralæknadeild-
inni við háskólann í Pennsylvaníu árið 1939.
„Sæmdarveiting þessi er hin mesta, er nokkr-
um foringja, er ekki berst á sjálfum vígstöðv-
unum, getur hlotnazt".
í júníhefti sama tímarits segir svo frá ann-
arri sæmdarveitingu af sömu ástæðum:
12. febrúar var Frank A. Todd majór sæmd-
Auglýsingamynd úr bandarísku dýralækna-
tímariti. Sjá textann.
ur merki heiðursfylkingar Bandaríkjanna.
Sórna þessum fylgdi eftirfarandi greinargerð:
Frank A. Todd, majór í dýralæknadeild
Bandaríkjahersins á íslandi, er sæmdur ofan-
greindu heiðursmerki fyrir frábærlega lofsverða
forustu við framkvæmdir merkilegra starfa,
meðan hann gegndi þjónustu sem dýralæknir
hjá Bandaríkjahernum á Islandi, frá 16. sept-
ember 1941 til 1. júní 1943. En auk margra
og merkilegra skyldustarfa, sem hann gegndi
í hernum, veitti hann stjórn íslands og ís-
lenzku þjóðinni mikilsverðan stuðning á sviði
kvikfjárræktar, í viðhaldi kvikfjárstofnsins
og með rannsóknum í sambandi við sjúkdóma
í húsdýrum landsmanna. Viturlegar aðgerðir
Todds majórs og áhugi lians á þessum störf-
um hefur mjög aukið vinsamleg mök milli
stjórnar Islands og bandarísku þjóðarinnar.