Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 147
í DAG OG Á MORGUN
305
að veita lán út á hús, sem eru ekki í hefð-
bundnum stíl íbúðarhúsa. Þeir hafa verið tor-
tryggnir á verðmæti þessara húsa við nauð-
ungarsölu, ef eigandinn risi ekki undir skuld-
um.
Styrjöldin veitti fyrsta tækifærið til að sýna
nothæfi hinna tilbúnu húsa. Verksmiðjum til
hergagnaframleiðslu var dreift um landið þvert
og endilangt, og ný iðjuver risu hvarvetna. En
yfir vofði, að skortur á húsnæði fyrir verka-
menn ruglaði alla áætlanir um hcrgagnafram-
leiðslu.
Loks kom bitur reynsla fyrri ára framlcið-
endum samsettu húsanna að góðu haldi. Þar
sem aðstoðar þeirra var leitað til þess að bæta
úr húsnæðisþörf unnu þeir oft furðuleg afrek.
Húsin þutu upp í auðnum og óbyggðum, eins
og veifað hefði verið töfrasprota. Þar sem að
morgni hafði verið autt land og ósnortið stóð
að kvöldi þorp með hundruðum húsa, full-
gerðum og búnum til íbúðar. Langar lestir
flutningatækja liðuðust til bæjarstæðanna með
efni og smiði, gólf voru lögð í einni svipan,
veggir reistir, þökum sveiflað á og auglýs-
ingaspjöld hengd yfir dyrnar: Til leigu. Þús-
undir tilbúinna húsa hafa verið reist, þar sem
íbúðaþörfin var mest á vopnasmiðjusvæðunum.
Sérfræðingar hers og flota, sem rannsakað hafa
þessar skyndibyggingar, dæmdu sumar þeirra
Iélegar, en langflestar þeirra voru taldar ágæt-
ar.
Eftir styrjöld munu framleiðendur hraðsmíð-
aðra húsa geta haft á boðstólum hentug og
þægileg íbúðarhús fyrir lægra verð en þau,
sem byggð eru með venjulegum aðferðum.
Það er ekki auðvelt að þekkja tilbúnu hús-
in frá þeim, sem byggð eru á venjulegan hátt.
Framleiðendum þeirra hefur tekizt að eyða
óttanum við „formstöðnun" og „kassasnið",
enda hlýtur hver, sem séð hefur sviplitlar rað-
ir múrsteinshúsa í borgum og bæjum, þar sem
hvert er apað eftir öðru og hver lengjan ann-
arri lík, að furða sig á því, hvers vegna menn
ættu allt í einu að rísa gegn verksmiðjugerð-
um húsum af þeim ástæðum.
Sennilega er það greinilegasta bendingin um,
að tilbúnu húsin muni fá skjóta og auðsótta
útbreiðslu, hversu gagngerar ráðstafanir sum-
ir framleiðendanna hafa gert um sölu þeirra.
Meðal annars munu stórar samverzlanir ann-
ast útsöluna. Ejn slík vcrzlun var þegar árið
1943 reiðubúin að hjálpa viðskiptavinum sín-
um til að velja sér hús og Ióð undir það, sjá
um samsctningu hússins, annast reiknings-
hald og lántökur og létta þannig af þeim öllu
umstangi og áhyggjum. Hægt var jafnvel að
fá hús mcð öllum húsgögnum, búsáhöldum
og öðrum búnaði.
Farandhús verða fáanleg!
Þeir, sem breytingagjarnir eru, eiga kost á
husi, er taka má í sundur eftir vild og flytja úr
einum stað í annan, svo að íbúarnir fái nýtt út-
sýni. Ein vcrksmiðja smíðar slík farandhús með
cldhúskompu, baðherbergi, dagstofu og tveim
svefnherbergjum. Gcrt er ráð fyrir, að þau
kosti innan við 2000 dali. Samt sem áður er
sennilegt, að fyrstu árin eftir styrjöldina verði
tilbúnu húsin litlu ódýrari en hin, sem smíð-
uð eru á grunni, þótt eflaust verði nokkur
munur á. Efnisverð mun ekki lækka strax eft-
ir stríð. Ætla má, að hús, sem árið 1940 kost-
aði 3500 dali, kunni að kosta 4000. En eftir
verðgildi peninganna eru það samt góð kaup og
miða í þá átt, að menn fái betri húsakost fyrir
lægra verð. Byggingamenn spá því, að söluverð
húsanna frá verksmiðjunum muni verða 10—
30% lægra en hinna, sem smíðuð eru með
gamla laginu.
Er líklegt, að smíði þessara vélunnu húsa
slagi upp í stórframleiðslu bílanna á fyrstu ár-
unum eftir fyrri hcimsstyrjöld? Það er undir
því komið, hve margar húsasmiðjur verða sett-
ar á laggirnar. Eftir því fer, hve miklu af hús-
næðisþörfinni verður fullnægt mcð stóriðjulagi.
En keppnin milli þessara tveggja aðferða í
husagerð mun ekki tálma því, að menn geti
keypt sér tilbúið hús innan árs frá styrjaldar-
lokum, ef þeir hafa ráð á fé og vilja verja því
til slíkra hluta. Tíu af hverju hundraði manna,
sem vilja stofna heimili, munu að líkindum
kaupa tilbúin hús fyrstu fimm árin cftir styrj-
aldarlok. Sumir húsaframleiðendur telja, að þeir
verði miklu fleiri, jafnvel fimmtíu af hundr-
aði.
HELGAFELL 1944
20