Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 133
JOSEPH NEEDHAM:
ALDAHVÖRF — 3
v_________
ÞRÓUN LÍFSINS
OG FRAMTÍÐ MANNFÉLAGSINS
SKOÐANIR vorar á e/ni og jormi,
og þá um leið lífinu sjálfu í öllum þess
myndum, hafa tekið gagngerum
stakkaskiptum á áíðustu árum, þótt
fæstir hafi enn gert sér grein fyrir
þeirri byltingu í hugsunarlífi voru.
— Hugmyndir vestrænna menningar-
þjóða um þessi efni, svo sem mörg
önnur, eiga rætur að rekja til Forn-
grikkja, og þá einkum Aristótelesar, er
uppi var á 4. öld f. Krb. 1 viðhorfum
Forngrikkja gætti hér sem víðar all-
mjög áhrifa frá höfuðlistgrein þeirra,
höggmyndalistinni. Samkvæmt þeim
skoðunarhætti var annars vegar e/nið,
lögmálslaust, og allt sömu gerðar, líkt
og ostur eða marmari, en hins veg-
ar JormiÖ, t. d. fagurt líkamslag karls
eða konu, fyrirfram tiltækt í huga
myndhöggvarans, en því aðeins megn-
ugt að orka á efnið, að listamaður-
inn felldi það að óskapnaðinum með
elju, erfiði og skapandi starfi. Form-
ið skipaði því stórum veglegri sess í
hugum manna heldur en efnið, og öll
breyting átti jafnvel að vera í því
fólgin að svipta efnið ákveðnu formi
og færa það í annað nýtt. Að vísu virt-
ist ekki geta verið um form að ræða,
þar sem ekkert var efnið, nema hvað
menn hugsuðu sér hina ódauðlegu
guði með þeim hætti.
Formtignun Forngrikkja varð þó líf-
fræðiþekkingu manna að miklu liði.
Sýnis-
horn
forn-
grískrar
högg-
mynda-
listar:
Orestes
og
Elektra
Skrautkeramálararnir forngrísku teikn-
uðu t. d. mjög snemma á öldum alls
konar fiska og aðrar skepnur af frá-
bærri nákvæmni. Fátt ber andlegu
hugrekki og höfðingsbrag Aristóteles-
ar ljósara vitni en sú skoðun hans, að
takast mætti að finna eitthvert sam-
hengi í hinni óendanlegu hræribendu
sundurleitra jurta- og dýrategunda, ef
rétt væri rakið. Þeir, sem fyrstir freist-
uðu að skipa viðfangsefnum náttúru-
fræðinnar í kerfi, hljóta að hafa verið
einstakir ofurhugar.
Hinar fornu skoðanir á eðli forms
og efnis héldu velli um langt skeið,
eftir að Forngrikki leið, jafnvel lengi
eftir hrun Rómaveldis, allar götur til
miðaldaloka. Þeirra verður enn vart í