Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 98
256
HELGAFELL
stríða Jóhanni með því, hvað trú hans
á hamingjuna hlyti að vera lítil, ef
hann vantreysti sér að koma skónum
til skila síðar meir. Það varð svo úr,
að skórnir fengu að flakka, og þeir
gáfu af sér sjö krónur til að fagna
með deginum. Jóhann sagði líka oft
og einatt: ,,Ég get þakkað það skón-
um hans Páls, að ég eignaðist þig“.
En hitt hef ég aldrei fengið að vita,
hvort skórnir komu nokkurn tíma aft-
ur.
Ég hafði sammælzt tveim ungum
stúlkum þennan dag. Onnur hét Ell-
en Fischer Larsen, dóttir eins af vin-
um skipstjórans míns, en hin Antonie
Stark, einnig skipstjóradóttir. Við
stönzuðum á Frederiksbergi, þar sem
söngkonan Ayoe Willumsen stóð í báti
við bryggjuna, rétti skjóðu á langri
stöng að mannfjöldanum og söng:
,,Þessi skjóða er fyrir Frederiksberg“.
Hún var hrífandi og yndisleg þarna
sem hún stóð, enda streymdu pening-
arnir glamrandi í pokann til hennar. A
Strikinu höfðum við dáðst að Betty
Nansen. Hún ljómaði af gleði yfir rós-
unum sínum, þar sem hún stóð í vagni
sínum og seldi þær hæstbjóðanda.
Við höfnuðum að lokum í Sumar-
lyst, þar sem hinum ýmsu skemmti-
atriðum lauk með uppboði, er Frede-
rik Jensen hélt. Allt í einu var salur-
inn ruddur í miðju, nú átti að fara að
dansa.
Frekar smávaxinn maður, dökkhærð-
ur og óvenju svipfallegur, kom til mín
og hneigði sig fyrir mér. Ég vildi ekki
koma upp um vankunnáttu mína í
danslistinni og afþakkaði. Þá bauð
hann mér glas af víni, en ég afþakkaði
það líka. Hann sagði, að við skyldum
þó að minnsta kosti fá okkur kaffi.
Kaffið kom, en áður en við höfðum
tæmt bollana, hafði allt velzt um koll
í dansiðunni. Við röbbuðum saman
um stund með nokkrum alvörublæ og
skynsemdartilburðum. Jóhann fræddi
mig á því, að hann skrifaði bækur,
væri Islendingur, og spurði, hvort ég
væri gift kona. Honum þótti greini-
lega miður, þegar ég svaraði því ját-
andi.
Nokkru síðar sá ég, hvar riddarinn
minn var kominn upp í ræðustól og
farinn að lesa upp ljóð eftir sjálfan sig:
,,Jeg sidder paa Klippen træt af Na-
turen. . .“ Lengra komst hann ekki,
því að þá komu þrír landar hans og
fóru burt með hann. En þessu andliti
gleymdi ég aldrei.
Ári síðar var ég á gangi framhjá
Yorksundi með fyrrnefndum vinstúlk-
um, þegar mér varð svo bilt við allt
í einu, að ég lokaði augunum og greip
í handlegginn á Ellen. Hún hélt, að ég
væri að fá aðsvif, því að ég fölnaði
upp. Ég hafði séð honum bregða fyrir,
en hann hvarf í sömu andrá.
Nokkru eftir þetta mætti ég Jóhanni
fyrir utan kaffihúsið Himnaríki við
Kaupmangaragötu. Hann horfði á mig
eins og tröll á heiðríkju, þegar ég gekk
blygðunarlaust til hann og sagðist
skulda honum krónu. Hann mundi vel
eftir mér, en ekki hvar við höfðum
sézt, svo að ég rifjaði upp fyrir honum
samfundi okkar í Sumarlyst. Hann
vildi ekki taka við krónunni, nema
með því skilyrði, að við drykkjum
kaffi fyrir hana í Himnaríki.
Þetta gerðum við, og þarna tókst
með okkur vinátta, sem hélzt þaðan
í frá.
,,Þér eruð fágæt og hispurslaus
kona“, sagði Jóhann, þegar ég var bú-
in að segja honum dálítið af sjálfri
mér.