Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 122
280
HELGAFELL
ekki lengur úr bæjarrústunum, en það
er sama, sál þorpsins er enn öll í upp-
námi. Mest ber á konu oddvitans.
Hún gengur hús úr húsi með samskota-
lista og skírskotar til hjartnanna.
,,Sýnið nú, að þið hafið hjarta í
brjóstinu**, segir hún, ,,og leggið fram
nokkrar krónur til styrktar gömlu hjón-
unum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur. Það getur orðið ykkar
bær, sem brennur næst“.
,,Jesús minn!“ hljóðaði ekkjan í
Ási, því að hún átti ekki svo mikið
sem fimmtíu aura, og hvar yrði hún
stödd, ef brynni hjá henni ? — Æ, það
var líka alveg satt, — hann Jói henn-
ar, sem fermdist í fyrra, átti tuttugu
krónur í bók.
,,Farðu“, skipaði hún, ,,og gefðu
gömlu hjónunum þær. Það er betra
að eiga þær inni hjá guði heldur en í
sparisjóðnum, þó renturnar þar séu
kannski eitthvað hærri“.
,,Jes, monní, olræt, mamma", sagði
drengurinn um leið og hann fór, því
þetta var greindar piltur og byrjað-
ur að læra útlenzku. — Nei, það vant-
aði sannarlega ekki, að fólk hefði
hjarta hér í þorpinu, flest þar á ofan
peninga, — og það gaf þá.
Um kvöldið voru gömlu hjónin
leidd til sængur í góða herberginu
upoi á lofti, og gjafapeningarnir þeirra
fylltu stóran sjóvettling. En það var
sarna, þau lögðust grátandi til svefns
og gátu lengi ekki fundið sálum sín-
um frið. Þó bráði af þeim að lokum,
herbergið var svo liómandi skemmti-
legt og hreinlegt og hlvtt, og það mundi
fara svo vel um hana Pálu gömlu hérna,
og aldrei framar mundi hún skjálfa af
kulda, og kannski mundi kona odd-
vitans einnig gangast fyrir samskot-
um handa henni. Góða nótt. Síðan
leið nóttin, og daginn eftir gerðist enn
atburður:Jón Pétursson var kominn,
og hann ók þeim á brott í bifreið —
langt — langt, þangað sem þorpin eru
svo stór, að þúsund menn eiga heima
í sama þorpinu eða meira, og húsin
eru eins falleg og kóngshöllin í Róm.
En nú bar ekki fleira til tíðinda sum-
arið að tarna. Það leið, og fór að með
rosa, er haustaði, síðan kulda, síðan
snjó, síðan snjó og kulda til samans.
,,Ænei, kerlingin getur skrimt í Kof-
anum eins og vant er“, sagði oddvit-
inn og lét aka til hennar mópoka og
olíukút. ,,Ur því Bærinn er brunn-
inn, hef ég ekkert upp á að bjóða,
því miður". Lét aka til hennar öðr-
um mópoka á aðfangadag. —
En í langa gaddkastinu milli nýárs
og bóndadags, veitti einn þorpsbúanna
því athygli, að hætt var að rjúka hjá
Hænsna-Pálu. Og með því maður
þessi var gæddur ábyrgðartilfinningu,
labbaði hann suður eftir til þess að
athuga, hvort gjafamór oddvitans
mundi nú þrotinn. — Ekki reyndist
þó ástæðan sú, heldur miklu frekar
hitt, að gamla konan var látin. Hún
lá samanhnipruð undir sænginni í bóh
inu sínu, lítilsigld eins og barn, og
hafði alls ekki háttað. Öllu heldur
hafði hún klætt sig í allt, sem hún átti
til, áður en hún lagðist fyrir. En það
hafði líka verið mikið frost þessa dag-
ana.-------Hún var jörðuð á kostnað
hreppsins, því að eigur hennar reynd-
ust harla lítils virði, — utan hænsnin,
— en þau tók oddvitinn 'öl'l upp í
ógreidda eldiviðarskuld: tvo mópoka
og einn olíukút. —
GuSmundur Daníelsson.