Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 42
200
HELGAFELL
legir í meira lagi. í Hornstrendinga-
bók verður þessi sýningarsýki stund-
um beinlínis hryllileg. Höfundurinn er
að segja einfalda sögu og segir hana
látlaust og prýðilega. En viti menn!
ÁSur en hrekklausan lesanda minnst
varir, þyrlast frásögnin upp í fáránleg-
ustu skrúfmælgi og dettur svo jafnsvip-
lega niSurí farvegu náttúrlegra mál-
fars, og aumingja lesandinn fálmar
eftir svölunarandanum af forundrun.
Mest er uppskafningin í ..Baráttunni
við björgin“, enda þarf þar skáldleg-
astra átaka viS. En þar er skrúfiS líka
svo þrálátt og víða svo samanþjapp-
að, að lesandinn gapir næstum eins
og móður rakki af að brjótast gegnum
bálkinn.
Uppskafning í stílshætti er jafn-
gömul steigurlæti mannssálarinnar og
getur opinberazt í margskonar teiknum
og undrum, eftir upplagi höfunda og
menntun. En sú tegund hennar, er á-
kafast sækir á höfund Hornstrendinga-
bókar, er eignarfall, sem undanfarandi
nafnorð eða nafnorðsgildi stýrir, og
þessi dæla gengur svo að segja þindar-
laust gegnum allan meginhluta verks-
ins. Þessi beiting málsins fer höfundin-
um því ver úr hendi, að oftast setur
hann lýsingarorð á undan stýriorðinu
eða skýtur því inn á milli þess og eign-
arfallsorðsins eða lætur stýriorðið
stjórna fleiri nafnorðum en einu eða
tvö eða fleiri stýriorS standa í sömu
málsgrein eða setningu, hvort eða
hvert meS eitt eSa fleiri eignarföll í
eftirdragi. Þannig lendir mörgum
eignarföllum saman í eina kássu.
Ekki má þó leggja þessa ávítu út
á þá leiS, aS þess finnist engin dæmi
utan Hornstrendíngabókar, aS nafn-
orS stýri eignarfalli. Sú stílsetning er
mjög algeng í íslenzku sem öðrum
málum. Og vert er aS gera sér agnar-
litla grein fyrir kostum hennar og göll-
um. Kostir hennar eru þeir, í fám orS-
um, aS hún gefur stílnum meiri þrótt
og setur á hann hátíðlegri blæ yfir-
leitt. En hinsvegar hefur hún þá galla,
aS hún gerir stílinn oft þyngri í vöfum
og stirðbusalegri. ÞaraSauki getur hún
valdiS óskýrleika og jafnvel ruglingi,
ef henni er ekki beitt af sæmilegu
málviti, eins og síðar mun aS vikiS.
En góður matur hættir aS bragðast
vel, ef hans er neytt í óhófi. Á sama
hátt missir eignarfallsstíllinn kosti
sína, ef honum er tranaS fram í tíma
og ótíma. Þá verður kraftur hans aS
klunnaskap og hátíðleikinn aS tilgerS
eða hversdagslegum leiðindum eða
skoplegum spjátrungshætti.
Slík er því miður eignarfallssetning-
in mjög víða á Hornstrendingabók.
Höfundurinn kann sér ekkert hóf. Ég
held honum sé meira aS segja varla
gert rangt til, þó aS sagt væri, aS ekki
yrði betur séS en honum finnist þaS
aðal allrar stíltignar aS hrúga upp sem
mestu af eignarföllum í skjóli nafn-
orSs.
Nú skulu tilfærS nokkur dæmi þess-
ari greinargerð til staðfestingar. Þau
orS og orðasambönd eru einkennd meS
skáletri, sem í er uppskafning:
HarSir . . . vetur meS . . . hamför-
um hafsins og ís\randi náhljóSum
hafíssins (bls. 9).
Hér fara saman tvö stýriorS hvort
meS sínu eignarfalli, sem bæði hljóma
eins: ins: ins, og lýsingarháttur nú-
tíðar settur á undan síðara stýriorS-
inu, en þaS gerir orðasambandiS
klunnalegra í fasi. Auk þess vildi ég
skjóta því hér inn einsog milli sviga,
þó aS ekki teljist þaS til uppskafning-
ar, aS „ískrandi náhljóS" er ekki vel