Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 82
240
HELGAFELL
inn milli tímatalsins í sögu Noregshöfðingja og upphafs íslandsbyggðár.
En sá hængur var á, að arfsögnin greindi ekki náið frá tímalengdinni milli
íslándsferða Ingólfs. Hún kallast ,,fáir vetur“. Hvers vegna sögnin um
aldur Haralds konungs er bundin við fyrri förina, en ekki hina síðari og
merkari, þá er landnám hófst, er auðvelt að skýra. Þeir fóstbræðurnir,
Ingólfur og Hjörleifur, komu frá Fjölum í Firðafylki og hafa farið í landa-
leit sína, er Haraldur konungur hófst þar til valda. Af þeim sökum hefur
minningin um aldur Haralds verið í sagntengslum við rannsóknarleiðangur
fóstbræðranna til Islands. Ef um útreikning væri að ræða á aldri konungs,
hefði hann áreiðanlega verið miðaður við upphaf landnámsaldar. Það er
vissulega þenna atburð, sem reynt er að tímasetja með allri þeirri nákvæmni,
sem heimildir frekast leyfðu.
ViS samanburð á heimildum, sem nánast fylgja tímatali Ara hins
fróða kemur í ljós, að höfðingjum þeim, sem Þrændum réðu frá dauða
Haralds hárfagra til falls Ólafs Tryggvasonar, eru taldir 68 landstjórnar-
vetur, sem skiptast þannig: SigfröSur Haraldsson 1, Hákon Aðalsteins-
fóstri 27, SigurSur jarl Hákonarson 2, Hákon HlaSajarl 33 og Ólafur Tryggva-
son 5. Vafalaust er tímatal þetta sótt í þrænzka arfsögn, og við vitum meira
að segja allgóð skil á henni. Um ritstörf Ara segir Snorri Sturluson meðal ann-
ars: ,,Hann ritaði sem hann sjálfur segir ævi Noregskonunga eftir sögu Odds
Kolssonar, Hallssonar af Síðu, en Oddur nam að Þorgeiri afráÖsk_oll, þeim
manni, er vitur Var og svo gamall, að hann bjó þá í Niðarnesi, er Háþon
jarl hinn ríþi Var drepinn“. Frá Þorgeiri er sýnilega runnið hið þrænzka tíma-
tal. En eftir því ákveður Ari fróði dauðaár Haralds konungs, sem glöggt má
greina þar af, að hann setur það 68 eða 69 vetrum á undan falli Ólafs konungs
Tryggvasonar. Þar sem nú Ari jafnframt hafði sagnir um dánaraldurHaralds,
var auðvelt fyrir hann að tímafæra fyrri íslandsför fóstbræðranna. Hún
hlaut að hafa átt sér stað ,,fáum vetrum'- fyrir dráp Játmundar konungs.
Arfsagnirnar um 16 vetra aldur Haralds hárfagra og upphaf landnáms Ing-
ólfs í ,,þann tíð er Játmundur helgi var felldur hæfðu hvor annarri prýði-
lega. Báðar saman tóku þær af skarið um það, að landnámsöld íslands hófst
á árunum kringum 870. Og nú vitum við, að þetta skeði einmitt 874 árum
eftir KristsburS, þá er Dublinarvíkingarnir herjuðu um SuSur-írland. Meira
er þó um það vert, að útfrá athugunum Jóhannesar Steenstrups um graf-
hvelfingaránin mátti jafnframt sýna, að tímatalskerfi Ara hins fróða í forn-
sögu íslands og Noregs er rétt í öllum meginatriðum. Gegnir furðu, að svo
mikilvægar athuganir skuli hafa legið í þagnargildi í næstum sjö tugi ára.
RitaS á aldarafmæli Jóhannesar Steenstrups, 5. des. 1944.
Barði GuSmundsson.