Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 59
EINUM KENNT — ÖÐRUM BENT
217
inn getur dottið svona sviplega úr
mönnum, sem almennt myndu verða
taldir til hinna hugsandi. Þóað þetta
sé alþjóðlegt fyrirbæri, stafar það samt
sem áður af ruglandi í hugsun. Við
hefðum ekki bjargað fjárhag okkar
með blóðbaði útií löndum, ef þokur
sálarinnar væru einskorðaðar við þess-
ar 125 þúsund eilífðarverur, sem norpa
hér í fiörefnahungri á eyðiskeri norður-
undir íshafi.
Þarmeð látum vér útrætt um rugl-
andina, þessa meinsemd í hugsun og
máli, sem er háskalegri sjúkleiki og
erfiðari lækningar en skallinn, upp-
skafningin og lágkúran, sakir þess að
undirstaða hennar er auk annars sá
grundvallarmisskilningur á lífinu, að
það borgi sig betur að gerast málamað-
ur heimskunnar og lyginnar en þjónn
vitsins og sannleikans.
VII. HÖFUNDURINN
Allar bækur eru einskonar fjöl-
myndir, pólifóto, sem höfundurinn
hefur fest á pappír af sínum innra
manni. Við sjáum hann þar frá ýms-
um hliðum og í ýmiskonar stellingum.
Þarna horfir hann beint framaní okk-
ur. Þarna sýnir hann okkur, hvernig
hann tekur sig út á vangann. Þarna
situr hann í innhverfri dulúð. Þarna er
einsog augun ætli að springa útúr höfð-
mu á honum, guð veit af hverju. Þarna
er hann álútur, einsog hann hafi fallið
1 djupa andakt eða rembist á klósetti.
Þarna er hann með upplyfta ásýnd,
einsog fyrir augum hans glampi guð-
dómleg hugsióp eða yfir hann hafi
komið vofeifleg vitfirring. Ef við
kynnum að lesa bækur, myndum við
jafnvel sjá meltingu höfundarins.
En við erum allt of snauðir af virð-
ingu fyrir manninum. Þess vegna nenn-
um við ekki að lesa bækur til að skilja
höfunda og verk þeirra. Einstaka lesa
af forvitni. Þeim er lestur einskonar
kaffislabbiras til að heyra kjaftasögur.
Flestir lesum við okkur til afþreyingar,
og til þess að afþreyingin snúist ekki
uppí lífsleiða, verðum við að vera
fljótir með bókina. Svo tökum við
aðra bók og verðum líka að vera
fljótir með hana, og svo bók eftir bók
og verðum að flýta okkur með þær
allar, og svona gengur þetta, þartil
við loksins dettum frá bókasúpunni
jafn fávísir og við settumst að henni
og förum að hjálpa þróun mann-
kynsins með því að breytast í nitro-
foska í ósýnilegum uppgufunum víð-
ernanna. Þannig gerir lesturinn
okkur að sorptunnum, sem bækurnar
fleygja í atvikarusli héðan og þaðan.
En sálarþroska okkar fer ekkert fram.
Alltaf erum við jafnlangt frá því að
skilia bókina,, alltaf jafnfjarlægir því
að botna neitt í höfundinum, alltaf
jafn vanburða að átta okkur á lífinu.
Að þekkia nöfn og liti margra hluta
leiðir ekki til vizku. Því meira, sem
við ,,vitum“, því minna skiljum við.
Vís maður hefur sagt: Sá, sem skilur
eitt atóm, hefur skilið alla tilveruna.
Ein bók, lesin til hlítar, er meiri fræð-
ari en þúsund bækur, lesnar til af-
þreyingar.
Þessar hugleiðingar sóttu að mér
ennþá einu sinni, er ég af veikum
mætti var að reyna að grafa uppúr
síðum Hornstrendingabókar nokkur
einkenni í fari höfundarins.
Og hvers varð ég vísari ?
Höfundur Hornstrendingabókar er
maður gáfaður, almennt talað. Hann
hugsar lipurlega, hefur ágæta frásagn-
arhæfileika og stílgáfu langt framyfir