Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 53
EINUM KENNT — ÖÐRUM BENT
211
sér mat úr þessu mikla tækifæri, eru
engu að síður umsetnir af þeirri hættu,
að andrúmsloftið deyfi smámsaman
kröfur þeirra til sjálfra sín og rugland-
in læðist inn í verk þeirra að þeim sof-
andi og óvörum.
Höfundi Hornstrendingabókar verða
ekki bornar með réttu á brýn ásetn-
ingssyndir af þessu tagi. En í riti hans
gætir allmjög óviljaruglandi. Sbr. ó-
viljaverk.
A 51. bls. er lítilsháttar lýsing á sjó-
búðum. Þaráeftir er örstutt frásögn af
sjóróðrum og þarnæst sagt frá heim-
flutningi á fiski og vertíðarlokum. En
á eftir þessu, þegar vertíðin er á enda,
er sagt frá athöfnum vermanna í land-
legum og þar fyrir aftan greint frá
breytingum á búðagerð. í skipulegri
efnisröðun myndi breyting á búðagerð
fylgja lýsingunni á búðunum og sagt
frá athöfnum vermanna í landlegum
næst á eftir róðrunum og á undan
heimflutningi á fiski og vertíðarlok-
um.
Þeirrar tegundar ruglandi gætir og
nokkuð í Hornstrendingabók, að láta
málsgrein almennrar merkingar koma
a eftir inálsgrein þrengri merkingar.
Á bls. 66 segir t. d.:
•,,A sunnudögum voru engin verk
unnm nema þau, sem nauðsynleg voru
og ekki var fært að komast undan.
Hornstrendingar héldu lengi hvíldar-
daginn stranglega heilagan og voru
fastheldnir á gamla og úrelta helgi-
daga . Hér ætti síðari málsgreinin að
fara á undan, þvíað hún er almenn
greinargerð, sem tekur yfir alla helg-
daga, en fyrri málsgreinin ræðir að-
ems um þann flokk helgidaganna. sem
kallaðir eru sunnudagar.
Sú ruglandi, sem fyrir kemur á bls.
68, heyrir hinsvegar annarri tegund
til. Þar segir frá nýárshátíðum og því-
næst um það talað, er heimilismenn
höfðu etið upp jóla- og nýárs-kjötið
um þrettándaleytið. En þaráeftir er
þess fyrst getið, að bærinn hafi ver-
ið vandlega sópaður fyrir nýárshátíð-
ina og ljós látin loga á gamlárskvöld
og nýársnótt einsog á jólanóttina. Á
þessu hefði áramótalýsingin einmitt
átt að hefjast. Það hefði ekki aðeins
gert frásögnina rökréttari heldur og ára-
mótastemmninguna heildarlegri, kraft-
meiri og listrænni.
Á bls. 104 er svo að orði komizt
um formann, sem höfundurinn segir,
að aldrei hafi hlekkzt á:
,,Hitt er raunverulegt, að stundum
skilaði Albert skipi sínu heilu í höfn,
þegar aðrir fórust'*. Hvernig getur það
farið saman, að Albert hlekktist aldrei
á og hann skilaði skipi sínu þó aðeins
stundum heilu í höfn ?
Þá segir svo á bls. 213:
,,Mök við álfa varð oft flótti frá
manneðlinu, sókn eftir sindrandi gulli
og auðæfum“.
Er það nú orðinn flótti frá mann-
eðlinu að sækjast eftir ,,sindrandi gulli
og auðæfum“ ? Er það ekki einmitt
þetta, sem flestir eru á spani eftir ? Og
ef það er rétt sálgreining, að í gulli
og skrauti álfasagnanna hafi menn
verið að sækjast eftir þessum gæðum,
var það þá ekki einmitt sprottið af
því, að þeirra mannlega náttúra þráði
gull og auðæfi, en hafði ekki lánazt
að höndla þessar hnossir hér í heimi.
Hérvillingar á borð við meistarann
Krist og hinn heilaga Franz af Assisi
voru í sannleika ómannlegri en múgur-
inn, sem þeir mæddu sig árangurslaust
á að frelsa frá þeim fjársjóðum, er
mölur og ryð fengu í þann tíð grandað,
áður en ryðvarnir og naftapillur björg-