Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 169
'f
E
BRÉFASKIPTI UM BÆKUR OG HÖFUNDA
r
milli Snorra Hjartarsonar og Magnúsar Asgeirssonar
II. SNORRI TIL MAGNOSAR.
' O
Þakka þér fyrir bréfið, sem ég tók
tveim höndum, eins og þú getur nærri,
því að það er ekki á hverjum degi, að
pósturinn réttir manni svona lesmál
inn úr gættinni, og ekki verður því
neitað, að vel fórstu af stað með bréfa-
skiptin, aðeins eftir að vita, hvort þú
hefur snúið þér til rétts manns. Eins
og þér mun kunnugt, hef ég til þessa
staðizt allar freistingar í þá átt að ger-
ast uppfræðari lýðsins, veit ekki, hvern-
ig ég kann við mig f hlutverkinu. En
nú hefur þú búið svo um hnútana, að
ég sé mér ekki annað fært en að gera
þér einhverja úrlausn, og fannst mér
þetta nokkur galli á bréfinu, þótt ég
í aðra röndina hyggði ekki nema gott
til að rabba við þig á opinberum vett-
vangi um nýjar bækur og fleira, sem
ástæða væri til að minnast á í það og
það skiptið.
Ætli þér hafi ekki farið líkt og mér
og dottið í hug samtalið okkar, sem
aldrei var samið, og hugvekja þín út
af því, þegar þú fréttir um breyting-
una, sem orðin er á Deginum og veg-
inum í útvarpinu ? Svo mikið er víst,
að nú er slíkt samtal tveggja manna
Bókmenntasamtöl í útvarpinu.
Framhaldsumræður um
ÍSLANDSKLUKKUNA
BLÍTT LÆTUR VERÖLDIN
VIÐFJARÐARUNDRIN
Efnisval íslenzkra skáldsagnahöfunda.
Ólafur 'óhann Sigurðsson:
FJALLIÐ OG DRAUMURINN
Skáldsaga. Fleimskr. 1944.
_________________________________/
orðið fastur liður á vetrardagskránni,
og varla sýnist verða hjá því komizt,
að ræða þar um nýjar bækur og höf-
unda annað veifið. Færi betur, að þetta
yrði nú til raunverulegs gagns og al-
menningi veittar þar nýtar leiðbein-
ingar um bókaval. En þá verður bæði
að ætla þessu efni meiri tíma og taka
það öðrum og myndarlegri tökum
en gert var núna á mánudaginn, og
var þó strax betra en ekki; a. m.
k. þótti mér gott að heyra Vil-
hjálm Þ. Gíslason lýsa svo afdrátt-
arlaust yfir því, að Jónas Hallgrims-
son væri okkar mesta skáld um feg-
urð og snilli. Það er nógu lengi buið