Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 200
358
HELGAFELL
alla krókastigu völundarhússins með Aríadne-
þræði, sem aldrei slitnar. Mikill hluti bókar-
innar er áþekkastur flóknustu leynilögreglu-
sögu, og engin hætta á, að menn dotti yfir
henni. Og það sem hér hefur verið sagt bók-
inni til foráttu, er eingöngu gert til þess að
benda á þær veilur, sem jafnan hafa loðað við
ævisagnaritun síðustu ára af þessari gerð. —
Þess skal þó getið, að Stefan Zweig hefur tek-
izt betur um söguleg efni en í þetta skipti, og
má þar til nefna bók hans um Castellio og Cal-
vin, er fjallar um baráttu frjálsrar hugsunar við
þröngsýni og ofstæki 16. aldar.
Magnús Magnússon ritstjóri hefur þýtt bók-
ina, og ber þýðingin því vitni, að hann hefur
allmikil tök á máli og stíl. En víða er hún óvönd-
uð og málvillur ekki fáar, en fæstar þó svo al-
varlegar, að glöggur prófarkalesari hefði ekki
getað lagfært þær. En þótt ég hafi aldrei verið
neinn aðdáandi Fouchés, þá vildi ég þó skjóta
því að þýðandanum, að ómaklegt er að bera
það á karlskömmina, að hann hafi gengið er-
inda nýbakaðra banka- og gróðamanna og auk
þess látið hefðarkonur Parísar ganga erinda
sinna.
Sverrir Kristjánsson.
Dáðir voru drýgðar
DÁÐIR VORU DRÝGÐAR. Saga Nols-
eyjar-Páls og fleiri afreksmanna. Fram.
Reykjavík 1944. 276 bls. Verð: kr. 25—.
Bók þessi er uppprentun þýddra greina, sem
áður hafa komið út í Tímanum. Verður ekki
séð, að nein ástæða hafi verið til þess að gefa
þær út í bókarformi, enda fara þær yfirleitt
miklu betur sem blaðagreinar en sjálfstæð bók.
Efnið er gott, því að alltaf er hressandi að lesa
um mikla menn og afrek þeirra. En það spillir
ánægjunni við lesturinn, að um suma þessara
manna hefur verið skrifað áður og betur á
íslenzku. Má nefna, að Árni Pálsson hefur skrif-
að ýtarlega grein um Nolseyjar-Pál í Skírni
1925, og er hún æðimikið betri en grein sú,
er hér birtist.
Frásögnin um hvern einstakan mann er of
stutt til þess að veruleg hugmynd fáist um
hann og störf hans.
Sjálfsagt er þetta tilvalin bók handa ung-
lingum, því að talsverður ævintýrablær er á
sumum frásögnunum, og ekki spilla þær nein-
um.
Hallgr. Hallgrímsson.
DRÖG TIL TVEGGJA SYSLULYSINGA
Hér hefur Árnesingasögu
ÁRNESINGASAGA I. — NÁTTÚRU-
LÝSING ÁRNESSÝSLU. Fyrri hluti. Yf-
irlit og jarðsaga eftir Guðmund Kjartans-
son. — Árnesingafélagið í Reykjavík.
Rvík 1943. 268 bls. Verð: kr. 45—.
Þessi bók er fyrsti þáttur Árnesingasögu, er
Árnesingafélagið í Reykjavík gefur út. Og verð-
ur eklci annað sagt en að álitlega sé úr hlaði
riðið. Mjög er það þakkarvert, að félagið læt-
ur í öndverðu lýsa sjónarsviði sögunnar, land-
inu sjálfu, því að það gleymist allt of mörgum,
sem rita um sagnfræðileg efni.
Guðmundur Kjartansson kann vel til verka,
þekkir viðfangsefni sitt til hlítar og hefur heil-
brigt brjóstvit með traustum lærdómi, enda hef-
ur hann í riti þessu dregið saman mýmörg
dæmi og aukið drjúgum við þekkingu vora á
eðli héraðsins og uppruna.
Fyrst segir frá takmörkum Árnessýslu og
stærð, höfuðdráttum landslagsins og vatnsföllum.
Síðan kemur meginhluti bókarinnar, sem er jarð-
saga. Er þar rakinn þróunarferill héraðsins og
jafnan vitnað til heimilda, sem getur að líta í
glöggum ristum, er höfuðsmiðir héraðsins, eld-
ar, vötn og vindar, hafa látið eftir sig um fjöll
og sléttur, grundir og gil. Sumar skýringar höf-
undar munu orka tvímælis, og tel ég, að hann
hallist um of á sveif með þeim, sem telja svörf-
un vatns og jökla hafa valdið mestu um mót-
un landslagsins. Um slíkt má lengi deila, en
ekki verður því neitað, að höfundurinn rökstyð-
ur jafnan skoðanir sínar og er hófsamúr um
fullyrðingar.
Enda þótt bókin fjalli um fræðileg efni, get-
ur almenningur haft hennar full not, því að frá-
sögnin er Ijós, stíllinn viðfelldinn og málið yfir-
leitt vandað. Ekki hefur höfundurinn komizt
hjá því, fremur en aðrir, sem um þessi mál
rita, að taka upp ýmis nýyrði. En hann er sýni-
lega hagur á mál, og hefur þetta tekizt furðu