Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 172
330
HELGAFELL
hans og gæfi mynd hans meiri dýpt.
Baðstofan á Rein, ferskhýddur bónd-
inn, konurnar líkþráu og fábjáninn,
öll eymd og háðung þjóðarinnar sam-
an komin í einu litlu húsi. Og inn í
þetta hreysi gengur tignasta fólk lands-
ins, búið í skart, síðast hið ljósa man
og Arnas Arnæus. Stórfelldari and-
stæðum man ég ekki eftir í skáldsögu,
enda vart hugsanlegar. Þetta listbragð,
að setja andstæður hverja gegn ann-
ari, láta þær leikast á og auka og
magna hverja aðra, hefur H. K. L.
notað mikið í fyrri bókum sínum, en
þó aldrei meir né glæsilegar en í ls-
landsklukkunni. Mest ber á andstæð-
um myndræns eðlis og liggur það í
stíl bókarinnar. Ég skal benda á tvö
dæmi. Hið fyrra þegar gamla konan,
móðir Jóns, kemur á fund Snæfríðar
og stendur gagnvart henni með blóð-
risa fætur, þar sem hún situr í silki í
stóli sínum, ofar lífi landsins. Hið síð-
ara, þegar Snæfríður leysirdauðamann-
inn á Þingvöllum. ,,Ég lýk upp augun-
um og hún stendur yfir mér hvít, í
gulli, og ekki nema spönn yfir lífið,
með þessi bláu augu og ég svartur“,
eins og skáldið leggur Jóni sjálfum á
tungu síðar. Myndir líkar þessu eru
um alla bókina og er ómaksins vert
að staldra við þær, því þótt þær séu
mynda skýrastar, eru þær ekki allar
þar, sem þær eru séðar. Sem dæmi
andstæðra sjónarmiða skal ég nefna
samtal þeirra Arnæusar og Jóns í
bókasalnum mikla. Allur sá kafli,
sem ef til vill er hátindur bókarinnar,
er hnitaður saman af andstæðum; ég
vil aðeins minna á konurnar tvær, þá,
er svífur þar yfir vötnunum, og hina,
sem býr þar.
Og að lokum get ég ekki stillt mig
um að taka eitt dæmi þess, hvernig
H. K. L. getur gætt lýsingu hinna öm-
urlegustu hluta töfrum draums og
ævintýris, án þess að hörfa í nokkru
frá hryllileik staðreynda. Það er þátt-
urinn í ferðasögu gömlu konunnar,
þegar hún kemur austur að Ölfusá
og hittir flakkarana sex á eyrinni. Get-
ur nokkur gleymt þessum myndum
hörmunganna, sem einu sinni hefur
séð þær ? Skáldið, blindi maðurinn
og bláeygði drengurinn, geldingurinn
og kerlingin í kringum brennimerkt
lík ungu stúlkunnar í rökkurmóðunni
við ána; samtal þeirra, slitrótt og und-
arlegt, eins og raddir sín úr hverjum
heimi; allt slungið táknum og tvísæi,
en þó lifandi skáldskapur og fegurð
fyrst og fremst. Svona getur aðeins
stórskáld ort.
Þó ég hverfi nú frá tslandsklukk-
unni að sinni, veit ég vel, að ég hef
ekki gert annað en benda á nokkur
einkenni hennar; en nú hve vera von
á áframhaldinu innan skamms, og get-
um við þá síðar talað nánar um hana
í sambandi við það. En það er eitt atr-
iði í bréfinu þínu, sem ég get ekki lát-
ið ómótmælt, áður en lengra er haldið,
og er það hvatning þín til ungra höf'
unda að taka upp frásagnaraðferð Is-
landsklukkunnar í skáldsagnagerð,
Það er engu líkara en að þú í rétt-
mætri hrifningu þinni yfir hinni miklu
nýsköpun H. K. L. hafir gleymt þeim
takmörkunum um efnisval, sem þessi
frásagnarháttur er háður, t. d. þeim,
að ógerlegt er að skrifa sálfræðilega
skáldsögu á þennan hátt. Hvernig
færi um Dostojevski og Thomas Mann,
ef sögum þeirra væri skorinn þessi
stakkur ? Eða söguna af Ljósvíkingn-
um, svo að ég nefni það dæmið, sem
nærtækast er ? Og svo er líka það, að
aðferðin er svo kröfuhörð um hnit-
miðað öryggi, að ekki er nema á færi
þjálfuðustu höfunda að beita henni
svo vel fari. Byrjendur eru sjaldan
það hlutlægir gagnvart sögupersónum
sínum, að beir sjái þær fyrir sér eins
og lifandi fólk, og ef slíkur höfundur
færi að semja skáldsögu þessarar teg-
undar, er ég hræddur um, að vind-