Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 153
í DAG OG Á MORGUN
311
um, í stuttu máli þægilegri að öllu leyri en
nokkur bíltegund, sem áður hefur þekkzt. —
Með því að benzíneyðslan er minni, hjól-
hringir endurbættir og slit á þeim minna
vegna þess, hve bíllinn er léttur, verður
reksturskostnaður mun lægri, en farartækið
sjálft hins vegar ekki ódýrara.
Fyrstu nýju bílarnir af gömlu gerðinni, sem
koma á markaðinn, verða líklega 20—40%
dýrari en 1941. Átta strokka Fordbíll, af-
hentur í New York 1941, kostaði 1.126 dali.
Sama tegund kostar sennilega eftir ófriðinn
sem næst 1.400 dölum. Verðið lækkar svo
smám saman, vegna lækkandi verðs á hráefni
og —, því miður, atvinnuleysis.
En hvað sem því líður, mun hver fá sinn
óskabíl, þó að hann kunni að verða að bíða
nokkuð eftir honum, og þá bið þarf ekki að
vorkenna neinum.
ENDURBÆTT SJÓNVARP
verður komið á öruggan viðskiptagrund-
völl 5—6 árum eftir styrjaldarlok, í
þéttbýlum landshlutum.
Þó að menn þurfi ef tíl vill að bíða nokk-
uð eftir droplagabílnum og enn Iengur eftir
einkaflugvélinni, munu fyrstu friðarárin á-
reiðanlega færa þeim nýju viðtækin fyrir tíðni-
mótun, bæði sjónvarpsviðtæki og tónvarps.
Viðtækjaframleiðendur þurfa skamman tíma
til þ ess að færa iðn sína aftur í friðarhorf. —
Verksmiðjurnar geta hafið smíð venjulegra
viðtækja með tveggja mánaða fyrirvara. Eins
horfir vænlega um gerð hinna nýju tækja.
Framleiðendur þeirra eru öruggir um að geta
fljótlega smíðað þau í stórum stíl og selt sjón-
varpsviðtæki á aðeins 200 dali. Aðrir telja
að þau muni kosta nær 400 dölum, en eru
sammála um, að smíði þeirra geti gengið fljótt.
Reynsla sú og þekking, sem áunnizt hef-
ur á styrjaldarárunum, mun verða hagnýtt
við gerð sjónvarpsviðtækjanna. Fullyrt er, að
myndirnar verði skýrari en nú er og muni
hvorki titra né aflagast. Nýju tækin sýna
myndirnar á tjaldi, eins og kvikmyndir, í
stað þess að þær voru áður sýndar í spegli.
Þar sem sjónvarpsstöðvar draga ekki yfir
nema tiltölulega lítið svæði, þótti vafamál fyr-
ir styrjöldina, hvort rekstur þeirra gæti borið
sig fjárhagslega. Nú er þó litlum vafa bundið,
að hægt er að reka kerfi sjónvarpsstöðva með
góðum árangri. Eitt af helztu útvarpsfélög-
um í Bandaríkjunum hefur á prjónunum ráða-
gerðir um að tengja saman sjónvarpsstöðvar
um landið þvert og endilangt og telur, að
fimm árum eftir að sjónvarpsstöðvum hafi
verið fundinn öruggur viðskiptagrundvöllur,
sé líklegt, að upp verði komnar endurvarps-
stöðvar í 157 helztu borgum Bandaríkjanna,
og nái þetta stöðvanet til 72 milljóna manna.
Sérfræðingar líta svo á, að fimm eða sex ár-
um eftir að friður kemst á, muni vel svara
kostnaði að sjá nær því hverju heimili í land-
inu fyrir sjónvarpsdagskrá.
LÆKNAVÍSINDI OG HEILSUVERND
munu enn taka stórstígum framförum
á næstu árum.
Hættur þær, sem ógna lífi og heilsu manna
í þessari styrjöld, eru svo miklar og margvís-
legar, að lúsin og forin í Argonneskógum í
fyrri heimsstyrjöldinni verða að hégóma. Enn er
nóg af for, en nú hafa bætzt við fen og eitur-
flugur, frumskógar, slepjugar vafjurtir, eyði-
merkur, sólbruni og fúlt vatn.
Miðunartæki skotvopna eru betri, sprengi-
efnin sterkari, snöggur dauði líklegri en áður
var. En ef særður hermaður deyr ekki sam-
stundis, eru meiri líkur til þess, að Iífi hans
verði borgið en nokkru sinni fyrr.
Eftirfarandi tölur sýna ánægjuleg met, sem
náðust árið 1943:
Af þeim, sem særðust í landher Bandaríkj-
anna, dóu aðeins 3,5%, en í sjóhernum 3,15%-
í fyrri heimsstyrjöldinni létust 6% þeirra land-
hermanna, sem særðust, en 7,35% særðra sjó-
liða. Þó hefur öðrum þjóðum unnizt meira á.
Samkvæmt opinberum rússneskum tilkynn-
ingum hafa látizt aðeins 1,5% særðra í her
Rússa.
Mönnum verður varla ljóst af köldum og
umbúðalausum tölum, hve furðulegt þetta
er. Hugsum okkur hermann í áhlaupi brjótast
gegn kúlnahríð og skæðadrífu af sprengju-