Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 80
238
HELGAFELL
ur manna bent á það, að sömu herferðar er getið í fornu annálsbroti við
árið 874. Mér hnykkti við, er ég leit ártalið í þessu sambandi. Mig misminnti
ekki um það, að jarðhúsrán Hjörleifs skeði á sömu misserum, samkvæmt
tímatali Landnámabókar. Þegar greint er frá írlandsferð hans, er komizt
svo að orði: ,,Þenna Vetur gekk Ingólfur að blóti miklu og leitaði sér heilla
um forlög sín. En Hjörleifur vildi aldrei blóta. Fréttin vísaði Ingólfi til ís-
lands. Eftir það bjó sitt skip hvor þeirra mága til íslandsferðar. Hafði Hjör-
leifur herfang sitt á skipi, en Ingólfur félagsfé þeirra og lögðu til hafs, er
þeir voru búnir. Sumar það, er þeir Ingólfur fóru til að byggja ísland, hafði
Haraldur hárfagri verið 12 ár konungur að Noregi. Þá var liðið — frá holdg-
an Drottins vors 874 ár“.
Þegar þess er gætt, að bæði írskar og íslenzkar heimildir láta jarðhús-
rán norrænna víkinga á írlandi eiga sér stað á sama tíma, virðist augljóst
vera, að Hjörleifur hafi tekið þátt í herferð víkinganna frá Dublin. Enda
er það sjálfgefið, að með einni skipshöfn hefði ekki verið hægt að herja
víða um land hervæddrar þjóðar. Því má og sízt gleyma, að hér ræðir um
næstum einstæða hernaðarháttu. Meginkjarni frásagnarinnar um írlands-
herferð Hjörleifs hlýtur að vera sannur. Þó hafa líklega liðið þrjár aldir
milli atburðanna og ritunartíma sagnarinnar um þá. Þetta er merkilegt dæmi
um þrautseiga sagnageymd. Þó bregður kynlegar við um hina hárréttu
tímasetningu á upphafi íslandsbyggðar.
Ártalið 874 sem upphaf landnámsaldar er fyrst berlega nefnt í Land-
námabók, og er þá um leið miðað við ríkisstjórnarár Haralds konungs hár-
fagra. Það er tvennt til um uppruna ártalsins: Annaðhvort byggist það á
tímatalinu í konungaröð Noregs eða er sótt í erlendar heimildir, nema hvort-
tveggja sé. í formála Landnámabókar lesum við þessa frásögn: ,,En Beda
prestur andaðist 735 árum eftir holdgan Drottins vors, að því er ritað er,
og meir en hundrað árum fyrr en ísland byggðist af Norðmönnum. En áð-
ur ísland byggðist af Noregi voru þar þeir menn, er Norðmenn kalla papa.
Þeir voru menn kristnir, og hyggja menn, að þeir hafi verið vestan um haf,
því að fundust eftir þeim bækur írskar, bjöllur og baglar, og enn fleiri hlutir
þeir, er það mátti skilja, að þeir voru Vestmenn. Enn er og þess getiÖ í bó}^-
um ensþum, að í þann tíma var farið milli landanna“.
Dauðaár Beda prests og útkomuár þeirra fóstbræðra, Ingólfs og Hjör-
leifs, eru einu ártölin, sem nefnd eru í Landnámabók. Á Þjóðveldistím-
anum var sagnariturum okkar ákaflega ótamt að nota áratal miðað við Krists
fæðingu. Nú er það víst, að dauðaár Beda er runnið frá enskri heimild, og
,,í bókum enskum“ er getið um ferðir manna milli íslands og Bretlands-
eyja ,,í þann tíma“, er írarnir yfirgáfu landið og norrænir menn settust þar
að. Paparnir höfðu valið sér búsetu í Skaftafellssýslu. Þar komu fyrstu land-