Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 64
222 EINUM KENNT
Lágkúrunni verSur þessvegna aldrei
útrýmt til hlítar, hvorki úr hugsunar-
hætti, framkomu né höfundskap fyrr
en rutt hefur veriS úr vegi orsökum
hennar í sálarlífinu. En þaS er viS-
fangsefni, sem er ekkert áhlaupaverk.
ÞaS heimtar mikinn lífsskilning, mikla
og einarSa þekkingu á sjálfum sér
og mikiS þolgæSi í iSkun. ÞaraSauki
eru þessir tímar hinnar grunnfæru út-
hygli, sem heldur huga manna frá
kjarna allra hluta, ekki vel fallnir til
slíkrar innskoSunar á sjálfum sér og
lífinu.
ÞaS mundi hljóma á þessari öld
einsog rödd úr dauSs manns gröf, ef
fariS væri aS ræSa um aSferSir til aS
lyfta vitundinni neSan úr flóa lágkúr-
unnar frá mýrispýtunni upp á fjalliS,
þar sem heiSríkja andans ljómar og
orS tungunnar glóa einsog gimsteinar.
X. ILLKYNJAÐ MEIN
SvipaS er aS segja um ruglandina.
Ruglandi þá, er stafar af þekkingar-
skorti, má rySja úr vegi meS meiri
þekkingu. Ruglandi skynsemiheimsk-
unnar er óhægari viSfangs. Þó getur
góSur vilji breytt þar myrkri í mik-
ið ljós. En sú ruglandi, sem flæSir frá
karakterheimskunni, — hún er erfiS-
ust allra. Hún bullar aS nokkru leyti
frá sömu meinsemdinni og lágkúran.
En hún stendur auk þess í nánari
tengslum viS fjárhag einstaklingsins,
- ÖÐRUM BENT
og þaS er þaS, sem gefur henni eSIi
ólæknandi sjúkdóma. í þjóSskipulagi
kapítalisma, þar sem hver maSur er
þræll auSkúgunar, þar sem svindil,
lygi og hverskonar glæpir og lestir
eru gróSavegir eSa óumflýjanleg nauS-
syn til aS viShalda lífinu, í þesskonar
þjóSskipulagi er karakterruglandin
álíka auSveld aSgerSar og sarkóm í
spilltu beini. ÞarmeS hef ég ekki sagt,
aS betra þjóSskipulag nægi eitt til aS
lækna meinsemdina. En þaS er tæki,
einskonar heilsuhæli, sem gerir bat-
ann mögulegan og greiSir fyrir heil-
brigSinni.
En viljum viS þá breyta þessu skipu-
lagi og verSa heilbrigt fólk ? ESa vilj-
um viS stySja þaS og halda áfram aS
vera sálsjúkur lágkúrulýSur ?
En þó aS viS yrSum svo hyggin aS
velja hiS fyrra og hafna hinu síSara,
má okkur ekki sjást yfir þann gamal-
kunna vísdóm, aS öll þjóSfélagsform
verSa spegilmynd af vorum innra
manni.
Einhverjir kunna aS segja, aS þess-
ar hugleiSingar komi lítiS viS rithætti
bóka. En hvaS er rithátturinn annaS
en maSurinn sjálfur ? Og er ekki maS-
urinn aS miklum parti þaS, sem um-
hverfiS og þjóSfélagiS hefur gei t hann ?
RitaS nokkrum mánuSum áSur en
TeheranráSstefnan fór aS verka á ís-
landi.
Þórbergur Þórðarson.