Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 227
LETTARA HJAL
Þau ömurlegu tíðindi gerðust í sumar, á
fyrstu mánuðum hins endurreista lýðveldis, að
íslenzka þjóðin var staðin að því að hafa kom-
izt í tölu fullvalda ríkja án þess að hafa minnstu
hugmynd um, að hvítir „smókingar" væru
til, hvað þá heldur, að nokkur Islendingur
ætti slíkan samkvæmisfatnað. Er ekki gott að
vita, hvíiíkum vandræðum í milliríkjaviðskipt-
um sá ágæti skraddari, sem gerði þessar flíkur
á síðustu stundu, hefur afstýrt, og líklega verð-
ur honum seint fullþakkað fremur en mörgum
öðrum, sem fyrr og síðar hafa í kyrrþey innt
af höndum þjóðnýt störf, ýmist fyrir ættjörð-
ina, svo sem áður tíðkaðist, eða fyrir lítil-
fjörlegt tímakaup, eins og nú mun algengara.
Að vonum urðu hvítu smókingarnir dagblöð-
um og almenningi nokkurt umræðuefni um
stundar sakir, og jafnvel eftir að torveldustu
gátur þessa leyndarmáls virtust sæmilega ráðn-
ar, skaut því enn upp og vandaðist þá raunar
um allan helming, því að þessu sinni lagðist
mörgum þungt á hjarta sú spurning, hvort Is-
lendingar kynnu ekki eftir allt saman að vera
einir hvitra þjóða um þennan klæðaburð. Er
ekki ólíklegt, að menn hafi fundið geðshrær-
ingu sinni nokkra stoð í ljósmyndum, kornn-
um vestan um haf, þar sem hvítu smóking-
arnir frá íslandi voru af einhverjum ástæðum
næsta einir síns liðs meðal amerískra samkvæm-
isfatnaða. Ég þarf vitanlega ekki að taka það
fram, að þessi fáránlega ályktun er byggð á
svo augljósum misskilningi, að það mætti vel
teljast ókurteisi að fara nú að leiðrétta hana.
*
* #
' En þótt umræðurnar um þetta mál hafi orð-
ið meiri og barnalegri en efni stóðu til, er ekki
þar með sagt, að þær séu sérstaklega til þess
fallnar að vera hafðar í flimtingum. Það væri
fyrst og fremst ekkert skoplegt og gæti tæp-
lega vakið mikla furðu, þó að ýtrustu fegurð-
arkröfur heimstízkunnar um samkvæmisvenj-
ur og viðhafnarsiði yrðu vanhaldnar í þjóð-
félagi, sem hefur um áratugi átt því láni að
fagna að láta einkum stjórnast af fordildar-
lausum athafnamönnum, sem gengu ríkt eftir
því, að þjóðin yndi við sitt og hefði ekki ,,í
önnur hús að venda“, enda var þeim ljóst, að
slíkt mundi ' heppilegast fyrir efnahag henn-
ar og hollast fyrir sálarlífið, því að lítil hætta
er á, að kynslóð þeirra manna, sem er fyrirmun-
að að sækja nýjustu hugmyndir um viðkvæm-
ustu tilbrigði klæðlistarinnar Iengra en upp að
Álafossi, verði gjörspilltir heimsborgarar í
skjótri svipan. En síðan hafa atburðir, sem
oss eru ósjálfráðir, orðið til þess að raska mjög
hatramlega grundvellinum undir þessari upp-
eldisstarfsemi, því að í kjölfar styrjaldarinnar hafa
síðustu ár veitt yfir landið stríðum straumum
hinnar ytri heimsmenningar, og einkum hafa
ÍSLENZK MENNING Þau;erið ™rleg
OGÖNNUR l >'mSa h'Ut'
hennar, sem aorar
þjóðir virðast ekki hafa brúk fyrir á styrjaldar-
tímum. En- þrátt fyrir heilbrigt og æski-
legt sjálfstraust, sem óvænt velmegun og
langþráð fullveldi hefur blásið oss í brjóst,
erum vér um margt óharðnaðir, eins og
umræðurnar, sem ég minntist á í upphafi,
bera með sér. Sérstaklega megum vér læra af
HELGAFELL 1944
25