Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 234
392
HELGAFELL
þeim störfum vegna aldurs, en hélt þó áfram
að vera lektor í íslenzku við Háskólann, sem
hann hafði þá tekið að sér nokkrum árum
áður. — MBL., 1/10. — A. ]., í Ajmœlisgrein
um dr. Sigjús Blöndal.
FRÍKIRKJAN í BANDARÍKJUNUM
OG BIG BUSINESS
Ég neita því ekki, að ég varð undrandi að
lesa grein þá, er Niels P. Dungal háskóla-
prófessor ritaði um ræðu séra Sigurbjörns Ein-
arssonar á Skólavörðuholtinu. Prófessorinn er
nýlega kominn úr einhverju merkilegasta landi
veraldarinnar, þar sem flest allt hið mikla og
stóra er í raun og veru byggt upp af kirkjunni
og kristindóminum . . . KIRKJUBL. 11 /9. S.S.
FJÖLBREYTNI EÐA SAMRÆMI?
. . . Þjóðhátíðarheftið er komið út. Meðal höf-
unda: Hagalín, Kristmann, Kolka, Jón á Yzta-
felli og tveir prestar. — Útvarpsaugl. jrá tíma-
riti 4/10.
ÞAÐ ER VON ÞEIR SEGI ÞAÐ
Bréf um Danmörku: Þar í landi kostar það
lífið að segja sannleikann. Mesta furða, að
ekki skuli fleiri hafa verið drepnir. — VÍSIR,
2/12, þreföld fyrirsögn yfir tvo dálk.a.
HJÁLIÐINN SÁLARVOÐI
Ég byrjaði að efast um, að það sýndi gæzku
Guðs, að fórna syni sínum . . . Svo efaðist ég
um vansælu eftir dauðann, sérstaklega eilífa
vansælu. . . Og svo endaði þetta með því, að
. . . mér fannst bænin og bænheyrslan stríða
gegn lögmálum tilverunnar, en náttúrulögmálin
voru uppáhald mitt. — KRISTILEGT STÚD-
ENTABL., 1/12 — Síra Magnús Guðmunds-
son, Ólafsvík.
FÓTASKORTUR Á TUNGUNNI
Ekki skortir þó á fæð skáldanna á þessu tíma-
bili. — SAGA ISLENDINGA V., bls. 325. —
Páll Eggert Ólason.
HVAR ER VÍSINDAMAÐURINN?
Bólusetti einna fyrstur sauðfé við bráðafári
í sinni sveit. Hefir bólusett margar þúsundir
sauðfjár. — HVER ER MAÐURINN? Bryn-
leifur Tobiasson hefir skrásett. II., bls. 137.
Kvæntur útlendri konu, sem hann varð að
skilja við. — SAMA RIT. I, bls. 405.
Notaði fyrstur hér norskar þakhellur, er
ekki höfðu verið notaðar hér marga áratugi,
og hefir unnið að útbreiðslu þeirra hér. —
SAMA RIT, II., bls. 96.
Stórvirkur framkvæmdamaður, lagði vatns-
veitu, raflýsti, setti miðstöðvarhitun í hús sitt.
— SAMA RIT, II., bls 158.
Einstakur hugkvæmda- og atorkumaður. —
SAMA RIT, II., bls. 390, í ^a//anum Nýjar
upplýsingar og leiÖréttingar, um Tryggva
Gunnarsson heitinn, bankastjóra.
Gísli móðurfaðir hans var hér og þar Gísla-
son. — SAMA RIT., II, bls. 390, í Nýjum upp-
lýsingum og leiðréttingum.
Dálítið lært í nýju málunum. — SAMA RIT.
II, bls. 184, (um Sigurbjörn Þorkelsson).
Rit: . . . Þú vínviður hreini. . . Fuglinn í fjör-
unni. . . Salka-Valka. . . SAMA RIT. I, bls. 259,
í upptalningu á ritum H. K. L.
Tók þá við ritstjórn blaðsins ,,Alþýðumað-
urinn“ og er það enn undir yfirumsjón bróður
síns. — SAMA RIT. I., bls. 258.
Annaðist undirbúning undir prentun á marka-
skrá sýslunnar 1926. — SAMA RIT, I., bls.
400.
Hefir stundað margs konar smíði á tré og
járn . . . og fengizt yið steinsteypu. — SAMA
RIT, I., bls. 404.
Gerðist templar 13.2.12 á S.krók . . . Boðinn
á þing þýzkra bindindismanna í Hamborg
1937 og . . . fór þangað . . . Kosinn ftr. Stór-
stúku Islands á Hástúkuþing í Stokkhólmi 1930
og í Helsingfors 1940, en fór hvorugt skipti.
— SAMA RIT, I., bls. 102—105, um Bryn-
leif Tobíasson.
SKYLDI HÚN HAFA FENGIZT?
Stúlka óskast til að gera Samvinnuskólann
hreinan. — Útvarpsauglýsing, 4/10.