Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 240
VfÐKUNNUR RITHÖFUNDUR OG BÓKMENNTAFRÆDINGUR
HEITIR HELGAFELLI SAMVINNU
MANUEL KOMROFF, einn víð-
kunnasti rithöfundur og gagnrýnandi í
Bandaríkjunum um þessar mundir, hef-
ur látið svo um mælt í nýkomnu bréfi,
dagsettu 13. nóvember s. 1., að hann
muni með ánægju verða við þeim til-
mælum Flelgafells að rita framvegis
greinar um ameríska höfunda og bók-
menntir fyrir tímaritið. Manuel Komroff
er af rússnesku bergi brotinn, fæddur
árið 1890 og alinn upp í New York.
Ffann las verkfræði við Yale-háskól-
ann, en hvarf frá námi, án þess að
ljúka prófi, og lagði um hríð stund á
blaðamennsku. Þegar byltingin brauzt
út í Rússlandi 1917, fór hann þangað
sem fréttaritari bandarískra blaða og
tímarita, hélt síðan austur yfir Síber-
íu, ferðaðist í nokkra mánuði víðs veg-
ar um japönsku eyjarnar, en sneri loks
til Shanghai og vann um tíma hjá The
China Press. Fíann var einn af stofn-
endum hinna góðkunnu og vinsælu
útgáfufyrirtækja, Modern Library og
Library oj Living Classics, stjórnaði
þeim báðum af mikilli röggsemi og
smekkvísi um nokkurra ára skeið og
mótaði stefnu þeirra með þeim ágæt-
um, sem raun ber vitni. Jafnframt hef-
ur hann lengi verið kennari við hina
svonefndu Exfenston-deild Columbia-
háskólans í New York, flutt þar viku-
lega fyrirlestra um bókmenntir og bók-
menntagagnrýni, ritun skáldsagna og
tækni, en lét af þeim störfum um óá-
kveðinn tíma síðastliðið vor.
Manuel Komroff er afkastamikill
rithöfundur. Ffann hefur skrifað 23
Manuel Komroff
bækur og 125 smásögur, auk fjölda
greina í blöð og tímarit um ýmis efni,
sérstaklega bókmenntir, listir og aust-
urlenzka fornfræði. Coronet heitir sú
skáldsaga hans, sem oftast hefur ver-
ið endurprentuð og hlotið mesta hylli.
Saga þessi, sem lýsir hnignun aðals
og yfirstéttar í Evrópu, umspannar
rúmlega fjórar aldir, hefst í Florenz á
Italíu um 1600 og endar í Chicago ár-
ið 1919. Ymsar sögufrægar persónur
eru leiddar fram á sviðið, til dæmis
Napoleon, Chopin, Murat, Balzac o.
fl. Aðrar skáldsögur Komroffs, sem
viðurkenndustu gagnrýnendur hafa