Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 55
EINUM KENNT
ÖÐRUM BENT
213
sjá ,,ómerkilegt“ epli falla ofanúr
trjágrein til jarðar.
Þetta eru mennirnir, sem Flamm-
arion kallaði á sínum tíma ,,hina for-
Hertu“. Það eru mennirnir, sem vita
ekki betur og vilja ekki vita betur en
þeir sitji í fremstu sætunum í vagni
tímans. Þeir hafa ekki ennþá uppgötv-
að, að þeir eru oltnir útúr vagninum.
Þeir minna á pakkhúsmanninn hjá
Duus, sem hélt áfram pakkhúsverk-
unum lengi eftir að hann var dauður.
Hann áttaði sig ekki á, hvernig komið
var fyrir honum.
Það er fjærri mér að sakfella þessa
menn fyrir áhugaleysi þeirra á dul-
rænum fyrirbærum. Veröldin er auð-
ug að viðfangsefnum og einn kýs sér
þetta og annar velur hitt. En þegar
þeir í krafti fáfræði sinnar, grunn-
færni eða karakterheimsku belgja sig
framá opinberan vettvang og for-
dæma þetta allt sem sjúklegar ímynd-
anir, hjátrú og bull, þá sýnist mér
varla mega minna vera en einhver
vinni sannleikanum þá þjónustu að
mótmæla, að slíkur afglapaháttur sé
í frammi hafður í hans nafni.
Að skilningi þessara manna eru
dularfull fyrirbæri ímyndanir, sem
skammdegismyrkur og einangrun
breyttu í sýnilegar ófreskjur fyrir aug-
um fólks. ,,Nú eru engar skottur og
mórar lengur til, síðan olíuljósin komu
og rafmagnið“.
Svona vaðall verkar ekki ýkja vís-
indalega á höfund þessara lína, senni-
lega af því, að hann ber meiri virð-
ingu fyrir vísindunum en gervifígúr-
um, sem eru að skafa sig upp með
nafni þeirra, en aldrei hafa komizt
uppá að hugsa hugsun vísindalega.
Það er fyrst og fremst á litlum sann-
indum reist, að skottur og mórar séu
ekki lengur til. Þau ganga ennþá ljós-
um logum og munu ganga um ókomin
ár og aldir, á meðan fólk hefur meira
gaman af að ganga aftur en að snúa
sér að uppbyggilegri viðfangsefnum.
Því er ennfremur gleymt og einnig
til lítils hróðurs fyrir vísindin, að trú-
in á ,,skottur og móra“ hefur lifað
og lifir enn í öllum löndum verald-
ar, engu síður í hinum þéttbyggðu og
sólríku héruðum suðurlanda en í
skammdegismyrkrum og einangrun
Hornstranda. Kunnugt er það og, að
Englendingar eiga svo magnaðar
draugasögur, að okkar frásagnir af
því tagi verða þar að hoppi og híi í
samanburði. Hvar er skammdegis-
myrkrið og einangrunin, sem skóp
þessar sögur Englendinga ? Þetta
myndi hinn vísindalegi andi hugleiða,
áður en hann hlypi útum borg og bý
með þær fréttir, að dularfull fyrirbæri
stafi af skammdegismyrkri og einangr-
un.
Mig hefur líka alltaf furðað á því,
að þessir ruglarar skuli aldrei koma
auga á neitt sambærilegt í ,,drauga-
trúnni“ gömlu við fyrirbæri, sem með
fullum sanni hafa gerzt og eru að ger-
ast fyrir framan nefið á þeim sjálfum
og svipar oft til sagna, er ritaðar
standa á fornum bókum.
Að til sé umfangsmikil fræðigrein,
er nefnist spíritismi, og að hann hafi
nokkurntíma leitt minnsta skapaða
hlut í Ijós, sem hægt væri að skýra
með eitt eða annað í ,,draugatrúnni“,
— það er gersamlega óskiljanlegt
gáfnafari þessara ,,ég fylgi vísiddun-
« •
um .
Það er ekki mikill vandi að skrifa
bækur uppá slíkar spýtur, herrar mín-
ir ! Og það er meira að segja ekki mik-
ill vandi að vera fljótur að skrifa bæk-