Helgafell


Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 193

Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 193
BÓKMENNTIR 351 ur að kynnast lífi og list þessa fágæta og stór- brotna manns, sem hóf sig til æðstu tignar í heimi fegurðarinnar og sveigði samtíð sína alla til svo skilyrðislausrar aðdáunar, að hann gat leyft sér átölulaust að umgangast konunga og keisara með nákvæmlega sama hispursleysinu og aðra kunningja sína og samverkamenn. Séra Helgi Konráðsson á þakkir skildar fyr- ir það ágæta starf, sem hann hefur leyst af hendi með samningu þessa prýðilega rits. Það leynir sér ekki, að hann hefur lagt alúð og ást við þetta viðfangsefni sitt, og frásögn hans öll er fjörmikil og lifandi, enda er það áður vitað, að hann er ritfær í bezta lagi, vandvirk- ur og smekkvís. A einstaka stað kynni að mega leita uppi orð, sem gætu bent til áhrifa frá dönskum heimildarritum, og t. d. finnst mér Thorvaldsen gera of mikið að því að ,,yjirgeja' skip sitt í kaflanum, sem fjallar um fyrstu ferð- ina til Italíu, en það má þó líklegast teljast hótfyndni að hafa orð á slíku, því að víðast hvar er málfar höfundarins mjög hreint og vandað, og stíllinn fallegur og tilgerðarlaus. Þykist ég mega fullyrða, að þetta fyrsta rit Helga sé meðal beztu og læsilegustu fræðirita, sem samin hafa verið fyrir íslenzka lesendur um langt skeið, og skora ég á höfundinn að láta hér ekki staðar numið, heldur taka sér fyrir hendur nýtt verkefni, þegar þessu er nú lokið. Utgefandinn Þorleifur Gurinarsson hefur gert bókina rausnarlega úr garði, og hann virðist ekki hvað sízt hafa vandað til bandsins, sem er bæði traust og fallegt. — Þá er þess enn að geta, að í bókinni eru um þrjátíu myndir af listaverkum Thorvaldsens, og hefur prentun þeirra, á sérstökum myndapappír, tekizt með ágætum. T. G. Faðir íslenzkrar læknastéttar •. •' • • .-V*'. ■ . | Sveinn Pálsson: ÆVISAGA BJARNA PALSSONAR. Með formála eftir Sigurð Guðmundsson, skólameistara. — Árni Bjarnason, Ak. 1944. 168 bls. Verð: kr. 20—; 32—. Þessi bók berst ekki mikið á, og er því ekki ósennilegt, að ýmsum kunni að sjást yfir hana í gluggum bókabúðanna. Engu að síður er hún merk.legt rit, og veldur því bæði ævisagan sjálf og eins formáli Sigurðar skólameistara. Bjarni Pálsson var einn af öndvegismönnum Islendinga á átjándu öld, gagnmerkur maður. Hann ferðaðist um landið og rannsakaði það með Eggert Ólafssyni, eins og kunnugt er. En árið 1760 var hann skipaður fyrsti landlækn- ir á Islandi, og fyrsti læknir. Tók hann sér þá bólfestu hér að Nesi við Seltjörn, og bjó þar síðan til banadægurs við mikið annríki. En Eggert vann úr rannsóknum þeirra og reit ferða- bókina að mestu. Mér virðist sem Bjarni hverfi nokkuð svo í skugga Eggerts Ólafssonar og meira en maklegt sé. Því að ég hygg, að hann hafi ekki verið öllu óslyngari náttúrufræðingur, og jafnvel fremri um sumt. En í minnum þjóð- arinnar nýtur Eggert þess, að hann var karl- mannlegt skáld og dó hetjudauða. Bjarni Páls- son geldur hins, að hann sleit sér út í erfiðu embætti. Slíkt er ekki sögulegt, né heldur hitt að deyja úr flogaveiki fyrir aldur fram. Aldrei verður það þó af skafið, að Bjarni Pálsson er ,,annar höfuðfaðir íslenzkrar náttúrufræði, fað- ir íslenzkrar læknastéttar og íslenzkrar heilbrigð- isbaráttu af hálfu þjóðfélags og ríkis“, eins og Sigurður Guðmundsson segir í formála sínum. Þetta virðist þó lítt hafa verið metið í öndverðu, og telur Sveinn Pálsson orðstí Bjarna „nær því gleymdan**, tveim áratugum eftir fráfall hans. En geta verður þess, að á því árabili barðist þjóðin við dauðann. Sveinn Pálsson var um alla hluti bezt til þess fallinn að rita sögu Bjarna. Hann var tengdasonur hans og arftaki, bæði sem náttúru- fræðingur og læknir. I formála sínum segir Sveinn: ,,Rithátt minn tek ég ecki í forsvar, en hitt vild’ ég, að maðurinn þekktist til hlít- ar af sögu minni, þótt ecki fái ég gjört hann að Engli, né brúkað túngutak sumra, er nú á dögum rita lífs-sögur“. Enginn þarf að væna Svein um hlutdrægni, þó að málið væri hon- um skylt, enda virðist hann hvergi draga fjöð- ur yfir galla Bjarna, svo sem drykkjuskap hans á efri árum. Óþarflega löngu máli sýnist varið til þess að rekja ætt Bjarna. Engu að síður tekst höfundinum þó að draga upp mynd sögu- hetjunnar, svo að lesandi hefur fyrir satt, að hún sé sönn í öllu því, er máli skiptir. Sveinn Pálsson segir ljóst frá og skipulega. Stíll hans er léttur og eðlilegur, en málið hreint, eftir því sem gerðist á hans dögum, enda mun hann hafa vandað svo vel til sem hann mátti. Ævisaga Bjarna Pálssonar var rituð árið 1799, tuttugu árum eftir andlát hans, og prentuð í Leirárgörðum árið 1800. En ekki hefur hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.