Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 161
LISTIR
319
Ingres einskorðar ekki heldur val
myndarefna viS stórfenglega, hátíSlega
viSburSi aS hætti klassísku stefnunn-
ar. Hann var einhver hinn mesti and-
litsmyndamálari á síSari tímum, eins
og málverk hans Greifynjan af Hauss-
ontíille sýnir bezt. Þegar fram liSu
stundir, tók hann aS gefa sig aS ó-
klassískum myndarefnum í vaxandi
mæli, svo sem ráSa má af myndinni
Tyr\nes\ar \onur í baði.
RÓMANTÍSKAN
KEMUR TIL SÖGUNNAR
Á mynd þessari má greina eftirtekt-
arverS straumhvörf, sem gætir hjá
mörgum öSrum listamönnum á öSrum
og þriSja fjórSungi 19. aldar. Þau eru
vaxandi áhugi og athygli gagnvart hin-
um vestlægari Asíulöndum, hinu fjar-
lenda lífi og náttúru Austurheims. Hér
hefur málarinn gert kvennabúrsmynd,
meS vendilegri niSurskipan hinna
nöktu kvenna aS sínum hætti. Þótt
myndarefniS sé ekki klassískt, benda
fremur kaldir og þyrrkingslegir litir,
ásamt strangleika í línum og lögun, til
klassískra sjónarmiSa í meginatriSum.
MeS vali myndarefnisins veitti forn-
listarunnandinn Ingres þó þeirri and-
ófsstefnu, er færzt hafSi í aukana á
2. fjórSungi aldarinnar, sjaldgæfa viS-
urkenningu. Sú stefna hefur veriS
nefnd rómantísba, og kemur nú aS
henni. Ungir listamenn í Frakklandi og
öSrum Evrópulöndum undu æ verr
lögmálsfjötrum nýklassískunnar meS
hverju ári sem leiS. Hver á fætur öSr-
um tóku þeir aS gera uppreisn gegn
formþyrrkingi hennar og stílkreddum.
Sem vænta mátti, kom uppreisnin
fram meS þeim hætti, aS nú var stefnt
á ný aS litauSgi, hreyfingu, birtu og
blæhvörfum.
Tveir helztu frömuSir rómantísk-
unnar í Frakklandi voru þeir Theo-
dore Gericault og Eugene Delacroix,
og má marka hin ýmsu einkenni þeirr-
ar stefnu af verkum þeirra.
Drög aS rómantískunni á 19. öld
fyrirfinnast þegar á 17. öldinni, í lit-
skrúSinu á málverkum Rubens sem og
þeim ljóstöfrum og blæskyggni, er
myndir Rembrants bera vitni. Dela-
croix var hugfangnastur yngri lista-
manna af hinum áhrifasterku kynja-
myndum spánska málarans Goya, sem
uppi var á öndverSri 19. öld, og þeirri
róttæku og merkilegu nýbreytni í meS-
ferS lita, er sjá má á myndum ensku
málaranna Turners og Constables.
Einnig hefur hann orSiS fyrir áhrif-
um af sögumyndum Benjamíns West,
en þær voru í rauninni af rómantísk-
um toga.
SambandiS á milli rómantísku og
klassísku á nítjándu öld er í raun
réttri margbrotnara en þaS kann
aS virSast viS fyrstu sýn. Hér er ekki
um þaS eitt aS ræSa, aS gömul listar-
stefna hafi liSiS undir lok og ný tekiS
viS. Svo skyndileg umhvörf gerast ekki
í sögu listarinnar. Lengi voru báSar
stefnumar uppi samtímis, önnur aS
vísu í stöSugri hnignun, en hin í upp-
gangi. Vafasamt getur veriS aS telja
þessar tvær stefnur óskyldar meS öllu.
Nýklassískan var, eins og hér hefur
veriS sagt, sprottin af áhuga og jafn-
vel lotningu gagnvart fornöldinni. En
þaS viShorf klassískunnar aS freista aS
endurlífga þaS, sem fyrnt var og fjar-
lægt í tíma og rúmi, og boSa sam-
tíSinni óraunhæfar og ellibleikar fyr-
irmyndir og hugsjónir, var háróman-
tískt í eSli sínu. Rómantíkararnir af-
neituSu aS vísu viSfangsefnum úr forn-
aldarheiminum og beindu athygli
sinni í aSrar áttir, svo sem aS hinum
vestlægari Asíulöndum. En þó voru
þeir sífellt á hnotskóg eftir þeim fyr-
irbærum lífsins, er annaShvort voru
týnd og tröllum gefin, höfSu aldrei til
veriS eSa voru sjaldgæf og afbrigSi-
leg á einhvern hátt.