Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 19
STEFNUSKRÁ LÝÐVELDISINS
177
og þings verði skotið til þjóðarinnar. Öryggisákvæði þau, sem núv. stjskr.
setur, verður að telja í senn eðlileg og fullnægjandi. Þó væri e. t. v. rétt að
stytta frestinn, sem í 24. gr. getur, úr 8 í 4 mánuði (þ. e., að hið nýkjörna
Alþingi komi saman fjórum mánuðum eftir þingrof). Nýmælið í 24. gr.,
sbr. orðin ,,enda komi Alþingi saman“, virðist sett til að tryggja, að Al-
þingi geti komið saman af sjálfsdáðum, ef forseti vanrækir þá skyldu sína að
kalla það saman.
Um löggjafarstarf Alþingis er Kægt að vera fáorður, þar sem til er ætlazt,
að það verði í aðalatriðum með nálega sama sniði og áður. Fjár- og fram-
kvæmdalög ríkisins hljóti ýtarlega meðferð. í stjórnarskránni má gjarnan
setja reglur um, að lög skuli vera skýr, og heiti þeirra bera með sér, um
hvað þau fjalla. Hin hlálegu ,,frv. til laga um bráðabirgðabreytingu nokk-
urra laga“, ,,bandormar“, ,,höggormar“ o. s. frv., væru þar með úr sög-
unni, enda voru þau beinlínis upp fundin til að villa almenningi sýn. Venju-
legum lögum verði aldrei breytt með fjárlögum. Loks verður að krefjast þess,
að engin lög eða ályktun Alþingis fari í bága við stjórnarskrána. Og ætlast ég
til, að beinlínis sé tekið fram, að dómstólar eigi jafnan úrskurðarvald um
stjórnskipulegt gildi laga.
Framkvæmdarvaldið verður líkt og núverandi stjórnarskrá gerir ráð fyr-
ir, aðallega hjá ráðuneytinu, með því að forsetinn er ábyrgðarlaus, en að
öðru leyti hjá embættismönnum samkv. lögum.
Verkefni framkvæmdarvaldsins eru svo margþætt, að engin tilraun verð-
ur gerð til þess að rekja þau í þessari stuttu grein. En aðalhlutverk ríkis-
stjórnar og embættismanna er að sjá um daglegan rekstur ríkisins, á grund-
velli laga og stjórnarskrár, eða framkvæmd laga, eins og stundum er kall-
að. Margt fleira kemur þó til kasta framkvæmdarvaldsins, svo sem samn-
ingar og skipti við önnur ríki, náðun og sakaruppgjöf, skipun og lausn em-
bættismanna, þingkvaðning, þingslit og þingrof. Það er í sem stytztu máli
verk framkvæmdarvaldsins að láta þjóðfélagsvélina starfa, gefa lögum og
réttarreglum líf, innihald og hreyfingu.
Handhafar framkvæmdarvaldsins verða um marga hluti allháðir ráð-
stöfunum Alþingis, eins og við er að búast í þingræðislandi. Þetta snertir
bæði verkefni og vinnulag. Flestar stofnanir hér eru ákveðnar með lögum,
og skipun þeirra og stjórn hið sama. Afskipti framkvæmdarvaldsins eru
stundum formið eitt. Þetta var skiljanleg þróun á þeim tímum, þegar efling
Alþingis var eitt aðalvopn sjálfstæðisbaráttunnar. Nú eru viðhorfin breytt.
En Alþingi sýnist oft binda hendur ríkisstjórnarinnar að þarflausu, t. d. með
einstrengingslegum reglum um stjórn ákveðinna stofnana. Það væri oft
heppilegra, að stjórnin gæti skipað sérfróða hæfileikamenn til að vinna að
HELGAFELL 1944
12