Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 28
186
EMIL THORODDSEN
í Efri bekkjum Menntaskólans stofnaði Emil söngkór með skólapilt-
um og stjórnaði sjálfur kórnum. Þessi söngkór átti mikinn þátt í að gera
skólalífð skemmtilegra. Hann söng á skólaskemmtunum og einnig marg-
sinnis utan skólans, á skólablettinum og niðri á Tjörn. Þótti okkur söngur-
inn afbragðsgóður. Eitt lagið, sem var sungið, var eftir sjálfan söngstjór-
ann, og hét það Sigurður svarti. ÞaS átti sér skemmtilega sögu. Ég ætla að
segja hana hér, því að hún sýnir margt, sem síðan einkenndi höfundinn,
eins og skýrt verður frá hér á eftir. Þannig var mál meS vexti, aS einn
skólapiltanna hafði fengið rektorsáminningu. Hann taldi sig verða fyrir
órétti og sagði sig úr skóla í fússi. Þetta dró dilk á eftir sér. Var skólinn
allur í uppnámi út af þessu, efnt var til kröfugöngu, skotið á skólafundi
og samþykkt gerð í mótmælaskyni. SigurSur svarti var einn pilturinn kallað-
ur. Hann var frægur í skólanum fyrir ýmsar tiltektir, vinsæll af félögum
sínum, en lítill námsmaður. Hann tók þykkjuna upp fyrir skólabróður
sinn, og ritaði rektor bréf, þar sem hann hótaði því að segja sig úr skóla,
ef rektorsáminningin yrði ekki tekin aftur fyrir tiltekinn tíma. Utan á um-
slagið skrifaði hann, — og varð sú utanáskrift fræg: Til hiris almenna
menntaslióla, ef s\óla skyldi k.alla. Þetta var ultimatum. Tíminn leið, og
ekkert svar barst frá rektor. SagSi pilturinn sig þá úr skóla. Var talið, aS
þetta hafi verið honum kærkomið tilefni þess að losna við vorprófið og
skólann fyrir fullt og allt. Síðar upplýstist betur um tilefni rektorsáminn-
ingarinnar. Skólapiltar höfðu fyrst fengið allar sínar upplýsingar í málinu
frá piltinum, sem áminninguna fékk, en þær reyndust að hafa verið næsta
einhliða. Brostu nú allir að málinu. Einn skólapiltanna, Sigurður Grímsson,
orti kvæði um það, sem byrjaði þannig:
Sigurður svarti,
sá er nú á parti!
Skálmar skólann allan,
ef skóla skyldi kalla ’ann.
Emil samdi lag við kvæðið. — Var það æft af kórnum og sungið á næstu
skólaskemmtun. LagiS samdi hann í sögutíma, þegar hann var í fimmta
bekk. Þetta sýnir ekki aðeins það tvennt, að hann gat þegar á skólaár-
unum samið og raddsett lag, án þess að hafa hljóðfæri við höndina, og að
hann gat verið ótrúlega fljótvirkur, þegar viðfangsefnið var honum hug-
leikiS, heldur einnig hitt, sem einkenndi hann jafnan síðan, að hann samdi
sjaldan lag án tilefnis. Hér var kvæðið um SigurS svarta, sem var tilvalið
til flutnings á næstu skólaskemmtun, tilefnið. AuSvitaS var hægt að láta
sér nægja, að það yrði lesið upp, en samt miklu áhrifameira aS fá það
sungið. Skólapiltakórinn var til, en lagið vantaði. Þá var leitað til Emils,
og hann samdi lagið á svipstundu.