Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 216
374
HELGAFELL
traust sitt þar, sem þessir tveir menn eru, að
öllum öðrum ólöstuðum. Margir aðrir hafa þó
miðlað því drjúgum, svo sem Sigfús Blöndal,
Guðrún Jónsdóttir, Jón Leifs, Kristján Alberts-
son, Sveinn Bergsveinsson, Matthías Jónasson.
Marga fleiri mætti nefna, en hér verður stað-
ar numið. Ekki verður vikið að einstökum
greinum, eða efni þeirra, enda koma þær víða
niður, en hitt skal fullyrt, að efnið sé ekki að-
eins fjölbreytt, heldur séu ýmsar greinarnar
gagnmerkar og kvæðin eigi síður.
Frón kemur út fjórum sinnum á ári. Kostar
árgangurinn sex krónur danskar, og þætti
það ódýrt hér heima. Þess verður að geta, út-
gefendum til verðugs lofs, að tímaritið er svo
vandað að orðfæri og öllum búnaði, að langt
ber af flestu því, sem tíðkast heima hér.
Ég þykist mega fullyrða, að ,,Frón“ þyki
aufúsugestur á heimilum flestra Islendinga, er
það kemur til, hvort sem þeir búa í stórum
salarkynnum eða þakherbergjum á sjöttu hæð,
og efast ég um, að önnur íslenzk rit séu betur
þegin á þessum tímum, né komi í betri þarfir.
Aftan á einu heftinu er hin nýja söngbók
Stúdentafélagsins í Höfn auglýst. Þar segir svo
að síðustu: ,,Þeir sem vilja eignast gott safn
íslenzkra kvæða, eiga hér kost á þeim fyrir
mjög lágt verð, hvort heldur þeir ætla sér að
syngja þau í fjölmenni, eða rifja þau upp og
raula í einveru**.
Sennilega er nú daprara í kóngsins Kaup-
mannahöfn en oft áður, og einveran meiri
meðal Islendinga en fyrr.
Pálmi Hannesson.
FJÓRAR BÆKUR UM FRELSISBARÁTTU
NORÐMANNA
Noregur undir oki nazismans
Jac. S. Worm-Miiller: NOREGUR UND-
IR OKI NAZISMANS. Ragnar Jóhann-
esson ísl. — Blaðamannafél. íslands. —
Rvík 1944. 166 bls. Verð: kr. 25—.
Bók þessi er að meginefni nokkrir fyrir-
lestrar, er höfundurinn, Worm-Múller, fyrrum
prófessor í sögu við háskólann í Osló, flutti
í Reykjavík sumarið 1942, en nokkru nýju efni
bætt við. Höfundurinn var sjálfur í Noregi
fyrstu mánuði hernámsins, eða fram á haust
1940, þegar honum var ekki lengur vært í
Noregi. Þótt ekki væri fyrir annað, er bók
hans því mikilvæg heimild um hina afdrifa-
ríku mánuði í sögu hernámsins, er þau stjórn-
arvöld Noregs, sem eftir urðu í landinu, reyndu
að ná samkomulagi við Þjóðverja og finna ein-
hvern modus tíivendi, er gæti gert sambúðina
við Þjóðverja þolanlega. Höfundurinn fylgdist
sjálfur með þessum samningaumleitunum, og
frásögn hans um þessi efni er einkar fróðleg,
eins og raunar öll bókin, sem rekur rás við-
burðanna fram á haustmánuði ársins 1943.
Þótt höfundurinn sé sýnilega andvígur ýmsu
því, sem ábyrgir Norðmenn gerðu til samkomu-
lags við Þjóðverja, þá lýsir öll frásögn hans
glöggum sögulegum skilningi á hinum erfiðu
aðstæðum lítillar þjóðar, sem varð að verja líf
sitt og landsréttindi í sama mund og tvö stór-
veldi Evrópu fóru hinar ægilegustu hrakfarir,
og viðbúið var, að Þýzkaland yrði allsráðandi
í álfunni. Þá var og annað, sem því réð, að
Norðmenn lögðu sig í framkróka til að semja
við Þjóðverja: Þeir trúðu því ekki, fyrr en þeir
tóku á, að ekki var að treysta á orð Þjóðverja
eða eiða, að samningar eru nazistum ekkert
annað en ,,nordische List“, norræn klókindi,
sem hin goðborna þjóð svíkur, þegar henni býð-
ur svo við að horfa. Norðmenn urðu að læra
af dýrkeyptri reynslu, að þjóð, sem er minni-
máttar, getur ekki átt samvinnu við Þýzkaland,
þar sem það á bæði máttinn og dýrðina. Þess
vegna fór svo, eins og Worm-Muller lýsir svo á-
gætlega, að öll samvinna Þjóðverja og Norð-
manna fór út um þúfur, þegar undan er skilin
leppmennska örfárra vesælla kvislinga, en öll
norska þjóðin snerist til fulls fjandskapar við
Þjóðverja. Allar stéttir Noregs, öll félagssamtök
og allar menningarstofnanir risu upp gegn
kúgun hinna germönsku ,,frænda“, og Þjóðverj-
ar unnu hvert óhappaverkið og afglapa öðru
verra eftir því sem lengra leið. Sögu þessa þjóð-
arviðnáms og þjóðareiningar hefur Worm-Múll-
er tekizt að skrifa á óvenju hrífandi og heill-
andi hátt, og ég hygg, að bréf norskra barna-