Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 51
EINUM KENNT — ÖÐRUM BENT
209
kennt, sprottið af hreyfingarþörf og
leit að hlýju móðurinnar. Hverfi móð-
irin frá þeim, leita þeir að hlýju henn-
ar og vernd, en skynlausir
á hengiflug það, sem hefst
á stallbrún þeirra, geta þeir steypt sér
fram af . . (bls. 159). Hér hefði mátt
laekka lítið eitt spennuna meðan sagt
var frá þessum óbrotnu smælingjum
náttúrunnar. Ungagreyjum á nöktum
bergstalli hæfir annar tónstigi en í-
burði í höllum keisara og soldána.
. . . og þessi óvænti ósigur getur
vakið ósæmilegt orðbragð hans í
margþættum hættum bjargsins
(bls. 165).
Langt niðri í undirheimum bjargs-
ins dvelur' þessi fámenni hópur, þar
sem ríki bjargsins er mest og v e 1 d i
þess birtist beztI 2 og sýnir
vesælli mannveru hrikaleik sinn og
ógnandi mátt. Á óvaninn bjargmann
verkar tröllslegt Veldi þess lamandi og
fyllir hann vanmáttarkennd. En þegar
þéttsetin bergnef, breið og vel geng,
bjóða veiðimönnunum óvenjulega og
eggjandi VEIÐIAÐSTÖÐU, hverfur
hugsunin um mátt bjargsins og hættur
umhverfisins bls. 175).
Eitt aumkunarverðasta sambland
lágkúru og uppskafningar er að finna
i einu blaði bæjarins. Það er fyrirsögn
in á klausum, sem blaðið tekur upp-
ur öðrum blöðum. Hún er svona, og
takið þið nú vel eftir: HagalagSar.
Samtíningur af heiÖum hins ritaÖa
I I mínu ungdaemi kenndu hinir vísu feð-
ur, að sögnin aö doelja væri áhrifssögn, en á-
hrifslausa myndin væri dveljast: Þeir dvöldu
för hans fram að nóni; hann dvaldist þar lengi
dag.
2 Hér verður veldi einnig lágkúra sakir end-
urtekningarinnar í næstu málsgrein.
orðs(!!) Þetta er af þingeysku ætt-
inni.
VI. RUGLANDI
Allir þeir, sem ritað mál lesa með
svolítilli íhugun, munu hafa veitt því
undri athygli, að stundum er sem ský
eður myrkva dragi alltíeinu fyrir vits-
muni höfunda, svoað líkja mætti hugs-
anagangi þeirra við rugl í manni, sem
hlotið hefur skyndilega blæðingfu á
heilann. Ég hef einu sinni verið sjón-
ar- og heyrnar-vottur að áfalli af því
tagi, og síðan hefur þessari skelfingu
oft þyrmt yfir mig, þegar ég hef verið
að gaufast gegnum ritþokur blaða eða
bóka: Guð almáttugur! Hefur bless-
aður maðurinn fengið heilablóðfall,
meðan hann var að skrifa þetta ? En
svo koma kannski dálítil klárheit á
milli, og þá sé ég að maðurinn hefur
ekki fengið heilablóðfall, og þá verð
ég aftur glaður og kátur. Þetta ástand
sálarinnar og afleiðingar þess á hið
ritaða mál verður hér kallað ruglandi.
Það er kvenkynsorð og beygingarlaust
eins og hrynjandi og verðandi.
Ruglandin lýsir sér í margskonar
veikleika eða blindu í hugsun, svo-
sem ósönnum staðhæfingum, gölluð-
um skilgreiningum, bágbornum rök-
semdaleiðslum, kjánalegum skoðun-
um, röngum frásögnum, o. s. frv., o.
s. frv. Orsakir þessara sálarformyrkv-
ana geta verið margvíslegar. Þartil
má nefna vanþekkingu og einnig þá
tegund vitsmunaskorts, sem kalla mætti
s\ynsemisheims\u. Ennfremur stafa
þær iðulega af léttúð, fljótfærni, ertni,
stífni, þrætugirni, sömuleiðis af ótta,
sem lýsir sér í andúð eða hatri gegn á-
kveðnum staðreyndum, skoðunum,
stefnum eða fræðikenningum, og verða
HELGAFELL 1944
14