Helgafell


Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 211

Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 211
BÓKMENNTIR 369 alls ófróðlegt um vinnubrögð skáldsagnahöfunda, þegar við fáum tækifæri til þess að skyggnast inn í Kina andlegu verkstofu þeirra. Kirkjuferð heitir lengsta sagan í bókinni og að ýmsu hin efnismesta. En þar hefur höfund- urinn að vissu leyti eyðilagt efnið í höndum sér með óheppilegu formi. Lesandinn fær alla söguna á aðra og þriðju hönd í gegnum sögu- mann, og þetta verður sums staðar nokkuð þreyt- andi og óeðlilegt. Ekki er og trútt um, að Guð- mundur ýki nokkuð málkæki sumra persóna sinna í þessari sögu og fleirum, og er það til lýta. Annars er ég ekki í vafa um, að bók þessi verður til að auka vinsældir Guðmundar og tryggja honum enn betur í vitund þjóðar sinnar þann sess, að hann sé með snjöllustu mönnum í íþrótt sinni hérlendis og boðlegur vel á bóka- markaði hverrar þjóðar sem væri. Jafnvægið er meira í stílnum á þessari bók Hagalíns en ein- att áður og sérvestfirzkunni stillt svo vel í hóf, að nú er hún aðeins til bragðbætis, en hefur stundum verið nálega við of. Bókin er myndarlega út gefin. S/gurður Einarsson. Heimurinn er sem hálagler Ivar Lo-Johansson: GATAN. Gunnar Benediktsson ísl. Víkingsútg. Rvík 1944. 512 bls. Verð: kr. 44—. Saga þessi vakti mikla athygli á Norðurlönd- um, þegar hún kom út árið 1935, einkum þó í ættlandi höfundarins, Svíþjóð, þar sem hún er enn í dag meðal hinna mestlesnu bóka. Nýstár- leiki hennar var ekki fólginn í neinum sérstök- um glæsileik, hvorki um skáldlegan stíl né bygg- ingu, sem skipt gæti skoðunum almennra les- enda og gagnrýnenda í andvíga flokka, heldur lá hann einfaldlega í hinu, að hún fjallaði um ákveðin félagsleg vandamál af fyllri hreinskilni og einurð en tíðkazt hafði um skeið. Hún lýsti sem sé flótta unga fólksins úr sveitunum til borgarinnar, þar sem forboðarnir að atvinnuleysi og eymd komandi kreppuára biðu þess, sam- hliða rótleysi og umkomuleysi. Og hún varpaði óhjúpuðu ljósi á ýmis konar spillingu og mein- semdir, meðal annars líf og örlög hamingju- snauðustu barna þjóðfélagsins, götukvennanna, og ekki hvað sízt kynsjúkdómabölið. En þrátt fyrir hið ömurlega efni og einkar hversdagslega, en hispurslausa framsetningu, var henni þegar skipað á bekk með beztu og heiðarlegustu skáld- sögum, sem ritaðar voru á Norðurlöndum á þess- um árum. Hinu ber ekki að leyna, að sagan er nokkuð gölluð sem hlutlæg og ádeiluþrungin samfélags- mynd. Viðhorf höfundarins til borgarinnar er mótað gegnum lýsinguna á höfuðpersónunni, greindum sveitapilti, sem getur ekki unað sér á æskustöðvunum fremur en aðrir ungir piltar, en virðist þó öðrum þræði líta á segulinn mikla, borgina, sem eins konar ígerð í þjóðfélaginu og jafnframt dularfulla og volduga höfuðskepnu, ó- háða öðrum. Honum reynist ókleift að öðlast víð- tæka þekkingu og skilning á lögmálum hennar og margbreytileik, svo að sjónhringur hans er heftur við þröngan, afmarkaðan flöt, sem hon- um láist að tengja órjúfanlega við aðra jafn- mikilvæga eða mikilvægari fleti. Sömuleiðis bregður þeirri vitneskju hvergi fyrir, að hinztu ástæðnanna til mannlegrar niðurlægingar og ó- hamingju sé einatt að leita í hagkerfi og stjórn- skipulagi. Höfundurinn er, engu síður en sveita- pilturinn, sem hann skrifar um, áttavilltur í myrkviði þjóðfélagsins og getur ekki bent á neina jákvæða lausn á vandamálum samtíðar sinnar. Adeila hans felst einungis í nákvæmri ljósmyndun á almennum og miður æskilegum staðreyndum, en myndina skortir hins vegar fyllingu þá og dýpt, sem andstæðurnar einar megna að skapa. Frásögnin og stíllinn bera vandvirkni og samvizkusemi vitni, en ekki í sama mæli listrænni einbeitingu, meitlun, sam- þjöppun og átökum, svo að straumlag sögunn- ar tekur engum verulegum breytingum frá upp- hafi til enda, þótt hún skipti um svið og greini frá ólíkum atburðum. Hún nálgast hvergi að vera stórbrotin, en hitt er samt mikill kostur, að hún er alls staðar sönn — innan takmarka sinna. Það má telja ávinning, að bókin skuli loks hafa verið íslenzkuð. Hún hefði reyndar mátt koma nokkru fyrr, því að allt, sem hún lýsir, hefur gerzt meðal okkar á síðustu tveimur ára- tugum, aðeins í ofurlítið smærri stíl og á ofur- lítinn frábrugðinn hátt. Hún á áreiðanlega eftir að vekja engu minni athygli hér en annars staðar á Norðurlöndum, enda ætti hún að geta orðið okkur til glöggvunar um ýmislegt í þjóðlífi okk- ar og jafnframt umhugsunar. íslenzka þýðing- in er í heild mjög snoturlega gerð, en sums staðar bregður þó fyrir dönskuskotnum setning- HELGAFELL 1944 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.