Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 159
LISTIR
317
burði. Um aldamótin 1800 gætir stæl-
ingar á fornmenningu eigi aðeins í list-
um, heldur og í búnaði manna og öllu
dagfari.
Auðvitað átti stjórnarbyltingin í
Frakklandi mestan þátt í því, að ný-
klassískan fékk slíkan byr undir
vængi. Byltingarmenn fundu til skyld-
leika með félagsháttum hinna fornu
lýðvelda og þeim hugsjónum, sem þeir
sjálfir börðust fyrir, og úr því að hinn
klassíski stíll hafði náð opinberri við-
urkenningu á annað borð, var leiðin
leikandi greið úr lýðveldisklassísku yf-
ir í keisaraklassísku, er hæft gæti full-
komlega veldi og markmiðum Napóle-
ons. Napóleon var nauða afturhalds-
samur í listarskoðunum að hætti ný-
dubbaðra einræðisherra. Hann æskti
því, og reyndar alls ekki að ófyrir-
synju, listarstefnu, þar sem vald hans
og tign væri í meiri hávegum haft en
nýbreytni og framfarir. Og sú teg-
und listar var ekki langt undan, þar
sem var nýklassískan á sigurför sinni.
Jaques Louis David var forustu-
maður nýklassískunnar í Frakklandi.
Hann drottnaði í raun og veru í heimi
franskrar listar með óskoruðu einræðis-
valdi allt byltingarskeiðið og valda-
tíð Napóleons á enda.
Stefnu Davids og annarra lista-
manna af nýklassíska taginu má gerla
greina af mynd eftir hann, er nefnist
Dauði Só\ratesar. Viðfangsefnið er
sótt beint í fornar heimildir, í frásögn
Platós sjálfs. Málarinn reynir að sýna
sem fyllstan trúnað í öllum menning-
arsögulegum atriðum og hefur sýnilega
kynnt sér klæðaburð og húsbúnað
Forn-Grikkja af mikilli kostgæfni.
Myndin er hins vegar svo ströng í snið-
um, að nærri stappar höggmyndar-
formi, og litirnir því algert aukaatriði.
Persónurnar eru skýrt markaðar og
dregnar af mikilli kunnáttu. Sé mynd-
in borin saman við rómversk málverk,
kemur í ljós, að miklu meiri áherzla
er lögð hér á hinar ytri markalínur
en títt var í rómverskri list. Og því
verður ekki neitað, að nýklassíkararn-
ir virðast hafa lagt ótilhlýðilega mikla
alúð við útmörk mynda sinna.
I Dauða S6\ratesar reynir listamað-
urinn sýnilega að lýsa þolraun geðs-
muna, sem virðuleg rósemi og sálar-
göfgi heldur í skefjum. Hann leitast
auðsjáanlega við að láta mynd sína
vitna um anda hinnar stóísku heim-
speki, er heillaði svo mjög hugi hinna
frönsku byltingarmanna. En sé hin
sanntigna, látlausa og angurmilda frá-
saga Platós lesin til samanburðar,
verður samstundis ljóst, að hér er ekki
allt með felldu. Myndin er engu líkari
en leiksviði, og leikurunum fara hlut-
verkin úr hendi með ýkjum og ólíkind-
um. Hér er öllu vendilega niðurskip-
að, en jafnframt af slíkri tilgerð, að
myndin hlýtur að láta allar tilfinningar
áhorfandans ósnortnar. Hér er fransk-
ur nítjándu-aldarmaður að reyna að
sýna hugsjóna- og tilfinningalíf Grikkja
frá 5. öld f. Kr. En list hans á sér ekki
rætur í beinni athugun og raungrennsl-
an, heldur kennisetningum. Af þeirri
ástæðu brestur verk hans sannfæring-
argildi.
Nýklassíski stíllinn var einráður í
Evrópu á fyrsta fjórðungi 19. aldar.
Frakkar höfðu hér forustuna, en í
byggingar-, höggmyndar- og málara-
list ítala, Þjóðverja og Norðurlandabúa
gætir sömu sjónarmiða í öllum megin-
atriðum. Nýklassískan varð áhrifamik-
il í húsgerðarlist með Bretum og
Bandaríkjamönnum, en í myndlist
þessara þjóða náði hún sér ekki veru-
lega niðri. Sú alda þjóðernisvakningar,
sem þá reis í Bandaríkjunum, einkum
eftir styrjöldina 1812, hafði í för með
sér aukinn áhuga á öllu, sem sér-
kenndi svip lands og þjóðar. Málar-
arnir hneigðust til þjóðlýsingar og frá-
sagnar.
Einhver snjallasti frásagnarmálar-