Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 184
TVEIR ÞÁ TTTAKENDUR I BÓKA VALSKÖNNUN HELGAFELLS
LÉTU FYLGJA BÓKALISTUM SÍNUM EFTIRFARANDI
HUGLEIÐINGAR UM BÓKAVAL
BENEDIKT TÓMASSON, SKÓLASTJÓRI:
BÓKAVAL ÚTGEFENDA
Magnús Ásgeirsson ritstjóri Helga-
fells hefur beSið mig að fylgja bóka-
lista mínum úr hlaSi meS nokkrum
orSum. Eg tel mig ekki bókmennta-
fróSari mann en hvern annan, enda
mun ég enga tilraun gera til þess að
rökstyðja val mitt í bókakönnuninni.
Hitt ætti hverjum almennum lesanda
að vera leyfilegt að gera sér og öðr-
um grein fyrir því, hvers konar bækur
íslenzkir bókaútgefendur buðu þjóð-
inni til kaups árið 1943, í hverju ís-
lenzkri bókaútgáfu kann að vera áfátt
— með þörf þjóðarinnar allrar í huga.
Eg tel bókakönnun þá, er Helgafell
hefur efnt til, gott tilefni til þess að
ræSa nokkuð um bókaútgáfuna í heild,
og mun ég þá ekki einskorða mig viS
útgáfu ársins 1943, heldur hafa í huga
útgáfu stríðsáranna, að svo miklu leyti
sem mér er hún kunnug.
Margar raddir hafa heyrzt um það
hin síðari árin, að ofvöxtur sé hlaup-
inn í íslenzka bókaútgáfu, þjóSin fái
ekki risið undir þeim firnum prentaðs
máls, sem yfir hana dynur. Ég hef
þó ekki heyrt nein frambærileg rök
fyrir því, í hverju sá háski er fólginn,
enda getur mikil bókaútgáfa varla orð-
ið þjóðinni háskaleg fyrir þá sök eina,
að hún sé mikil. Þótt bækur séu ekki
einhlítar til þess aS mennta þjóðina og
manna, eru þær stórfellt hjálpartæki
í menningarbaráttu hennar, og hún
mun seint nema svo mikið, að hún
bíði tjón af. En eigi að síSur getur
bókaútgáfa orðið til tjóns, þótt óbeint
sé, ef hún er ekki að einhverju leyti
sniðin að þörfum lesenda. Allir geta
séð í hendi sér, hver greiði skólum
væri gerður, ef haugað væri út mörg-
um bókum í einni grein, en allar aðr-
ar vanræktar, og hið sama á við þegar
gefnar eru út bækur handa almenn-
ingi. Þar verður þess einnig að gæta,
að ekki sé ofhlaðið í einni grein, en
aðrar látnar sitja á hakanum. Einmitt
í þessu efni tel ég íslenzkri bókaútgáfu
nú ærið áfátt. Þar hefur að langmestu
leyti VeriS Vanrœht sú hlið, er Veit að
náttúruvísindum og Ver\legri menn-
ingu. Allur þorri þýddra bóka eru
skáldsögur, ferðasögur, ævisögur,
stjórnmálarit o.s.frv. Og frumsamdar
bækur eru skáldsögur, ljóð, leikrit,
ævisögur og margvíslegur sögulegur
og þjóðlegur fróðleikur. Af hagnýtum
bókum má nefna eina lækningabók
og nokkrar matreiðslubækur, en þá er
að mestu upp talið, að undanteknum
kennslubókum handa skólum, sem
kallast mega hagnýtar á sinn hátt.
Nú fer því fjarri, að allar þessar
bækur séu slík listaverk sem auglýs-
endur vilja vera láta. Margt er þarna
miSlungsbóka og dægurflugna, aS
vísu skaðlausar, en gagnslitlar. Og
nokkrir gamalkunnir reyfarar hafa
gengið aftur í nýjum útgáfum, bækur
á borS við Kapítólu og Valdimar