Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 95
ALDAHVÖRF
253
Árið 1944, eða nálægt
tveim öldum síðar:
Tveggja milljóna volta
rafall, gerður eftir sömu
lögmálum í meginatrið-
um, notaður til frum-
eindarannsókna í rann-
sóknarstöð við háskólann
í Cambridge.
vanda, sem nú steðjar aÖ siðmenningu
vorri.
Þekkingin verður ekki að ósekju
virkjuð eins og hvert annaÖ dautt nátt-
úruafl. Sé svo farið að, hlýtur heimsku-
legur tilgangur að gera að engu gagn-
semi hins ágætasta tækis. Nú er svo
ástatt, að sköpunarorku vísindanna er
að langmestu leyti varið í hernaÖar-
þágu, og hvarvetna markar styrjöldin
stefnuna í vísindaframförum. En eigi
visindin að bera fullan ávöxt, verða þau
aS vera í nánum tengslum við félags-
þróunina, á sérhverju stigi hennar, og
vér vitum, að þetta má takast. Þau
verða alls staSar að vera meS í ráðum,
— þegar meta skal þarfir manna, —
viS rannsókn og lagfæringar á félags-
háttum, — um högun framleiÖslu og
viÖskipta. Og síðast, en ekki sízt, ber
vísindunum að vera á verði um hagnýt-
ingu vísindalegra uppgötvana og varna
því, að þar verSi stefnt til nýrra óheilla.
Af þessum ástæðum hlýtur vísinda-
maðurinn að vera í náinni, frjálsri og
vinsamlegri samvinnu við allar greinar
hvers ríkiskerfis, sem skipulagt er að
lýÖræðishætti. Og jafnframt verður al-
menningur að öSlast haldkvæman skiln-
ing á því, hvers vísindin eru megnug
og hvers ekki. Nú á tímum gætir þess
miklu meira en skyldi, að litiÖ sé á
vísindastörf og vísindauppgötvanir sem
galdrabrögð og dulardóma. Þó skyldu
tilraunir til þess að gera vísindin al-
menningi skiljanleg ekki lengur mið-
ast við það eitt að rekja sögu eða flytja
fréttir af vísindalegum uppgötvunum,
eins og tíðkanlegt var og réttmætt á
19. öld. Miklu meira veltur á því, að
sýna fram á, hver þáttur slíkar upp-
götvanir séu í daglegu lífi. Hér er mik-